Fréttablaðið - 30.10.2021, Síða 36

Fréttablaðið - 30.10.2021, Síða 36
„Það er engin tilviljun að mottóið okkar er „svo þér líði vel“. Við leitumst nefnilega við að finna bestu efni í heiminum til að bjóða viðskiptavinum okkar upp á,“ segir Hildur Þórðardóttir, versl- unarstjóri Rúmföt.is. „Við verslum eingöngu beint við verksmiðjur sem vefa efnin sín sjálfar. Þann- ig sleppum við öllum milliliðum og getum boðið sængurföt á mjög hagstæðu verði og í meiri gæðum en gengur og gerist.“ 600 þráða sængurfötin frá Rúm- föt.is hafa slegið í gegn að hennar sögn. „Bæði vegna þess hversu dásamlega gott er að sofa undir þeim og ekki síður hvað þau koma flott úr þvotti. Annaðhvort skal hengja þau beint upp úr þvottavél- inni eða skella þeim eitt augnablik í þurrkarann fyrst og hengja svo upp, og þau eru tilbúin á rúmið.“ Yndislega mjúkt og gott Hægt er að fá 600 þráða sængur- fötin bæði með áprentuðu mynstri og einlit. „Smekkur fólks er svo misjafn. Mér finnst eldri kynslóðin frekar vilja mynstrað á meðan yngri kynslóðin vill einlit og stílhrein. En auðvitað er þetta ekki algilt. Sumir vilja einlit en með smá hreyfingu í efninu eða mynstri ofið í efnið, sem kallast þá damask. Við seljum hágæða damask rúmföt frá Curt Bauer sem fólki hefur líkað alveg afskaplega vel við.“ Hún segir að í nokkur skipti hafi viðskiptavinir komið í búðina með gömul sængur- föt og sagt ekkert vita hvaða merki þetta væri, en beðið um nákvæm- lega eins. „Þá var það Curt Bauer í öllum tilfellum. Bómullin er með- höndluð þannig að hún krumpast sáralítið og samt er efnið yndislega mjúkt og gott.“ Einstök efni Hún segir að nýlega hafi þau fundið verksmiðju sem framleiðir alveg dýrindis 900 þráða efni. „Við pönt- uðum nokkur sængurföt frá þeim og það var algjör draumur að sofa undir þeim, eins og að sofa undir silki. Kosturinn við þessi bómullar- sett, fram yfir silkið, er að þau má þvo á 60 gráðum, en silkið bara á 30 gráðum. Slopparnir okkar eru líka vinsælir en þeir eru úr 100% bómull. Þeir eru fullkomnir eftir sturtuna því þeir anda svo vel og hleypa rakanum út. Samt eru þeir hlýir og notalegir í morgunmatnum eða þegar maður vill hafa það kósí á kvöldin.“ Auk þess eru Rúmföt.is í sam- starfi við mjög flotta verksmiðju á Ítalíu. „Verksmiðjan vefur sérstak- lega fyrir okkur ákveðin efni, svo óhætt er að fullyrða að enginn sé með eins í heiminum eins og við. Þetta þýðir líka að við getum pantað fyrir hótel, veitingastaði og gistiheimili, umhverfisvæn sængur- föt og servéttur, sérofið fyrir hvern viðskiptavin, með merkinu þeirra og í litunum þeirra. Ég veit að mörg hótel eru að fá umhverfisvottanir á allt sem snýr að starfseminni hér á landi, en með því að kaupa rúmföt í gegnum okkur, geta þau verið viss um að sængurfötin standist líka staðlana.“ Dásamleg silkikoddaver Í Bandaríkjunum og Bretlandi eru ítölsk rúmföt ákveðinn gæða standard segir Hildur. „Hótel getur auglýst að það sé með ítölsk sængurföt og þar með vita gestir að sængurfötin eru betri en gengur og gerist. Ég var til dæmis á ferðalagi um daginn og gisti á fínu hóteli á besta stað í bænum. Allt var alveg meiri háttar, nema sængurfötin voru gróf og hrjúf. Ég er orðin svo vön því að sofa í mjúku að ég finn svo mikið fyrir því þegar vantar upp á gæðin. Sum hótel hér á landi eru ekkert að spá í að fólk er farið að gera meiri kröfur. Ég veit til dæmis um eitt fimm stjörnu hótel hér á landi sem er með rúmföt úr pólýesterblöndu, sem mér finnst alveg ótrúlegt.“ Talandi um gæði þá segir Hildur að verslunin selji dásamleg silki- koddaver sem allar konur ættu að eiga þar sem silkið fer einstaklega vel með hárið. „Það f lækist og Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. „Slopparnir okkar eru líka vinsælir en þeir eru úr 100% bómull. Þeir eru fullkomnir eftir sturtuna því þeir anda svo vel og hleypa rakanum út. Samt eru þeir hlýir og nota- legir í morgun- matnum eða þegar maður vill hafa það kósí á kvöldin,“ segir Hildur Þórðar- dóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Bómullin í rúmfötunum frá Curt Bauer krumpast lítið Vandað 600 þráða satín. Sum sængurfötin eru með ótrúlega fallegu og litríku mynstri. Hágæða damask rúmföt frá Curt Bauer. brotnar síður og ég þarf varla að greiða mér á morgnana þótt ég sé með sítt hár. Konur með þurra húð tala um að þær vakni minna krumpaðar á morgnana með silki- koddaver. Auk þess er lítið mál að þvo silkið. Ég set mitt í bleyti í volgt vatn með pínu silkisápu ein- hvern sunnudagsmorguninn. Læt það bíða í 10 mínútur, skola svo og vind það létt og hengi upp.“ Góð þjónusta í boði Sem verslunarstjóri segir Hildur að hlutverk sitt sé einfalt. „Mitt hlut- verk í búðinni er að hjálpa fólki að velja þau sængurföt sem henta því best. Sumir vilja efni sem eru þurr- ari viðkomu, aðrir vilja mjúkt satínefni. Sjálf elska ég áprentuðu satínefnin, allt frá 300 þráðum upp í eðalfína 900 þræði. Ekki má síðan gleyma silkidamaskinu sem margir Íslendingar draga fram á jólunum. En við eigum landsins mesta úrval af ítölskum lúxusrúm- fötum úr silkidamaski.“ n Verslunin Rúmföt.is er staðsett að Nýbýlavegi 28. Sími: 565 1025. Skoðið úrvalið á glæsilegri vef- verslun rumfot.is. Blágrátt blómamynstrið setur mildan svip á herbergið. Bleiki liturinn setur skemmtilegan svip á rúmið. Við verslum ein- göngu beint við verksmiðjur sem vefa efnin sín sjálfar. Þannig sleppum við öllum milli- liðum og getum boðið sængurföt á mjög hag- stæðu verði. 2 kynningarblað A L LT 30. október 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.