Fréttablaðið - 30.10.2021, Page 41

Fréttablaðið - 30.10.2021, Page 41
HJARTASTOPP 1. Láttu vita, hringdu í 112. 2. Byrjaðu hjartahnoð strax. 3. Leitaðu aðstoðar, finndu næsta hjartastuðtæki. Rétt viðbrögð í þessari röð: Hjartaheill eru landssamtök sem voru stofnuð til að bæta lífslíkur og lífsgæði íslenskra hjartasjúklinga. Allt starf Hjartaheilla hefur miðað að því að bæta forvarnir, fræðslu og aðstöðu til lækn- inga á hjartasjúkdómum. Framfarir læknavísindanna hafa orðið miklar og lífslíkur fólks sem fær hjartasjúkdóma eru mun betri en nokkru sinni. Hjarta- lækningar á Íslandi eru í fremstu röð. Hátæknibúnaður er til staðar, þrautreynt og vel menntað starfs- lið sem jafnast á við það besta sem þekkist erlendis. Þá er ótalinn þátt- ur meðferðar og eftirmeðferðar. Hjartaheill eiga sinn þátt í þess- ari þróun og hafa lagt fram mikla fjármuni til tækjakaupa. Fjár- mögnun til slíks hefur farið fram með sjálfstæðum fjáröflunum sem og átaksverkefnum. Hjartaheill voru stofnuð 1983 og hétu þá Landssamtök hjarta- sjúklinga, en nafninu var síðar breytt í Hjartaheill. Fljótlega urðu til deildir í landshlutum og starfið var afar öflugt. Hjartaheill gengu í Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, SÍBS, árið 1992 og eiga sjálfstæða aðild að Öryrkja- bandalagi Íslands. Neistinn, aðstandendafélag hjartveikra barna, var stofnað 1995 og er deild innan Hjarta- heilla. Starf Neistans hefur verið þróttmikið í áranna rás og hefur Styrktarsjóður hjartveikra barna, sem er á vegum Neistans, veitt ómetanlegan stuðning til foreldra sem hafa þurft að kosta miklu til vegna hjartveikra barna sinna, meðal annars til nauðsynlegra ferðalaga vegna aðgerða og margs annars. Á tuttugu og fimm ára afmæli Hjartaheilla árið 2008 gengu Hjartadrottningarnar til liðs við samtökin en þær eru hluti af Go-Red hreyfingunni, sem eru alþjóðleg samtök kvenna til varnar hjartasjúkdómum. Hjartaheill hafa unnið mikið brautryðjendastarf með því að ferðast um landið ár eftir ár í tvo áratugi og bjóða upp á fríar mælingar á blóðþrýstingi, blóðfitu, súrefnismettun og fjölmörgum þáttum öðrum. Það starf er nú komið í fastan farveg með sam- vinnu við SÍBS og fleiri samtök undir heitinu Líf og heilsa. Hjarta- heill vinnur með og á í samstarfi við fjölda samtaka og má þar meðal annars nefna Hjartavernd. Misskilnings eða ruglings gætir stundum á nöfnum þessara tveggja félaga, annars vegar Hjartaheilla og hins vegar Hjartaverndar. Hjartavernd eru sérfræðisamtök sem annast rannsóknir en Hjarta- heill eru aftur á móti óháð samtök hjartasjúklinganna sjálfra, fjöl- skyldna þeirra og annars áhuga- fólks um heill hjartans, meðferð og bættan hag hjartasjúklinga, lífsstíl og lífsgæði. Þessi tvö sjálfstæðu samtök sameinast hins vegar í starfi sínu og margs konar aðgerðum að forvörnum. Þar fara hagsmunir þeirra mjög vel saman. n Hlutverk Hjartaheilla er n að sameina hjartasjúklinga, að- standendur þeirra og áhugafólk um heilbrigt hjarta n að stuðla að betri heilsu og bættum lífsgæðum í íslensku samfélagi, með áherslu á fram- farir í forvörnum, fræðslu og meðferð hjartasjúkdóma n að standa vörð um hagsmuni og réttindi hjartasjúklinga n að starfa faglega n að framfylgja markmiðum sam- takanna. Allar nánari upplýsingar um starf- semi Hjartaheilla má fá á heima- síðunni hjartaheill.is Hugsað um hjartað – með hjartanu Hjartaheill hafa unnið brautryðjendastarf í áratugi. Hjartaheill eru samtök hjartasjúklinga og áhugafólks um málefni hjartans og hefur haft að leiðarljósi að sameina hjartasjúklinga, aðstandendur þeirra og áhugafólk um betri heilsu. Hjartaheill er stoltur styrktaraðili Börnin bjarga n Hjartaþræðingar hófust fyrst á þriðja áratug síðustu aldar, en hér á landi var farið að fram- kvæma þær á Landspítalanum á þeim sjöunda. Um svipað leyti var sett á stofn hjartagjörgæsla á Landspítala og farið var að mynda kransæðar. n Á tímabilinu 1971-1979 mátti rekja tæplega helming dauðs- falla Íslendinga til hjartasjúk- dóma og „ … var þá svo komið að læknar hérlendis sem erlendis höfðu tilhneigingu til þess að flokka þessa sjúkdóma undir eins konar faraldur eða jafnvel farsótt. Ekki var komin aðstaða til þess að framkvæma hjarta- skurðaðgerðir hér heima og var algengast að sjúklingar væru sendir til Englands í slíkar að- gerðir. n Fyrsta opna hjartaaðgerðin hér á landi var gerð 14. júní 1986 og það var Þórarinn Arnórsson sem framkvæmdi hana með góðum árangri. Þetta olli straumhvörf- um í meðferð hjartasjúklinga. Aðgerðum fjölgaði hratt og þær voru orðnar 270 árið 1994. n Stofnfundur Landssamtaka hjartasjúklinga (LHS) var haldinn í Domus Medica 8. október 1983. Mættu til fundarins 230 stofnfélagar og var það umfram bjartsýnustu vonir. n Fróðleikur Miklar framfarir hafa átt sér stað í lækningum hér á landi þegar kemur að hjarta- og kransæðasjúkdómum. Börnin bjarga var ýtt úr vör af Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsu- gæslu (ÞÍH) árið 2019, í samráði við Embætti landlæknis og Endurlífg- unarráð Íslands, stutt af frjálsum félagasamtökum. Forsenda þess að hægt væri að innleiða verkefnið var að æfingadúkkur væru tiltækar öllum skólahjúkrunarfræðingum landsins svo kennsla í endurlífgun geti farið fram í skólunum með viðunandi hætti. Styrkja var leitað og Hjartaheill brást vel við og studdi þetta mikil- væga og þarfa verkefni til kaupa á æfingadúkkum. Með því að ef la kennslu í endurlífgun og fræðslu þar um má auka lífslíkur þeirra sem fara í hjartastopp til muna. Verkefnið Börnin bjarga snýst um að innleiða með markvissum hætti kennslu í endurlífgun í alla grunnskóla landsins, með áherslu á rétt viðbrögð við hjartastoppi. Hjartaheill styður þetta verkefni af heilum hug. n Æfingadúkkur í öllum skólum Æfingadúkkan sem safnað var fyrir og er notuð til að þjálfa börn í grunnskólum í viðbrögðum við hjartastoppi. 3LAUGARDAGUR 30. október 2021 VELFERÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.