Fréttablaðið - 30.10.2021, Side 71

Fréttablaðið - 30.10.2021, Side 71
     Við þökkum fyrir stuðninginn Tvennt bjargar sjúklingum sem fara í hjartastopp: hjarta- hnoð og hjartastuðtæki, sagði dr. Felix Valsson, svæf- inga- og gjörgæslulæknir hjá Landspítala, í viðtali. Felix gaf góð ráð um endurlífgun, fyrstu viðbrögð við hjartastoppi og auðvelda notkun hjartastuðtækja sem birtust í blaði Hjartaheilla og eru enn í fullu gildi. Einkenni hjartastopps eru fyrst og fremst skyndilegt meðvitundar- leysi og að öndun stöðvast eða verður mjög óeðlileg. „Þegar hjarta- stopp verður eru sérfræðingar sjaldnast á staðnum. Fyrstu við- brögð eru þó tiltölulega einföld og hafi þeir, sem þar eru staddir, réttar upplýsingar geta þeir veitt dýrmæta fyrstu hjálp og jafnvel bjargað mannslífi,“ var haft eftir Felix. Mikilvægt sé að kalla strax á hjálp, hringja í 112, ef unnt er og gefa skýr skilaboð um hjartastopp og staðsetningu. „Strax á eftir því er nauðsynlegt að byrja hjartahnoð því með hnoðinu fer blóðið á hreyf- ingu um líkamann, þar með talið til heila og hjarta. Með hjartahnoði setur maður báðar hendur á mið- hluta bringubeins og þrýstir mjög fast, helst svo að bringubeinið gangi inn, sirka fimm til sex sentimetra, og hnoðar svo 100 til 120 sinnum á mínútu,“ útskýrir Felix. 30 hnoð og blástur Eftir hver 30 hnoð eru gefnir tveir blástrar munn við munn. „Ef sá sem hnoðar treystir sér ekki til að blása af einhverjum ástæðum er samt mjög mikilvægt að halda stöðugt áfram að hnoða.“ Námskeið í endurlífgun eru víðs vegar í boði, oft á vegum vinnuveit- enda. „Hjartastuðtæki eru ótrúlega auðveld í notkun. Þegar þau hafa verið opnuð og sett í gang byrja þau yfirleitt að tala og leiða fólk með öryggi í gegnum ferlið,“ útskýrir Felix. Venjulega eru tveir límpúðar með tækinu sem settir eru á sjúklinginn og alltaf á bera húð. „Á límpúð- unum sést með myndum hvar á að setja þá og tækið gefur fyrirmæli um þetta. Jafnframt því sem farið er að leiðbeiningum þarf stöðugt að halda áfram að hnoða. Ef tveir eru saman er best að annar hnoði á meðan hinn sinnir tækinu.“ Talar íslensku Flest stuðtæki hér á landi tala íslensku nema þau sem eru í flug- vélum eða á öðrum stöðum sem telja má alþjóðlega; þar er tungu- málið yfirleitt enska. Það getur skipt miklu um endur- lífgun að geta leiðbeint þeim sem koma fyrstir á staðinn um hvar næsta hjartastuðtæki sé staðsett. „Það er aðallega tvennt sem bjargar sjúklingum sem fara í hjartastopp,“ sagði Felix. „Það er að fá hjartahnoð og að það sé gert fljótt og rétt. Alls ekki hika við að byrja að hnoða og gera það af þrótti og ekki vera hræddur því það eru í raun engar líkur á að maður geti gert skaða sem neinu nemur. Mögulega geta rifbein brotnað en það er bara minniháttar mál í stóra samhenginu. Hitt atriðið er að fá rafstuðtæki sem allra fyrst.“ Fyrstu viðbrögð mikilvæg Fyrstu viðbrögð geta skipt sköpum. Síðan koma yfirleitt sérhæfðir sjúkraflutningamenn eða heil- brigðisstarfsfólk á staðinn. Ef sjúklingurinn hefur náðst í gang er hann fluttur á sjúkrahús og þá hefst næsta stig meðferðar, sem getur verið hjartaþræðing ef grunur leikur á að orsökin sé kransæða- stífla. Oft er tekin sneiðmynd af höfði til að ganga úr skugga um að ekki sé blæðing í heilanum. Síðan hefst gjörgæslumeðferð sjúklingsins, sérstaklega ef um er að ræða meðvitundarleysi. Það er alltaf ótti við skemmdir á heila því hann þolir bara mjög stuttan tíma án blóðflæðis en hlutverk hjarta- hnoðsins er ekki síst að halda blóð- flæði til heilans því hnoðið heldur pumpunni gangandi að verulegu leyti. Ef tekst að koma hjartanu í takt með rafstuði tekur það sjálft við dælingunni sem er auðvitað það æskilegasta. Kæling hjálpar Ýmsar aðferðir hafa verið reyndar til að minnka skaða. Ein aðferðin er kæling, að kæla sjúklinginn allan. Það sést mjög greinilega þegar heilinn er kældur að þá minnkar orkunotkun hans sem getur numið allt að 10 prósentum fyrir hverja gráðu sem kælt er. Þannig er maður að hvíla heilann á meðan hann er að jafna sig. n Fyrstu viðbrögðin dýrmætust Allir ættu að kynna sér notk- un sjálfvirkra og hálfsjálfvirkra hjartastuð- tækja. Mikil- vægt er að fólk kynni sér hvar hjartastuðtækin er að finna, til dæmis innan fyrirtækja. 5LAUGARDAGUR 30. október 2021 VELFERÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.