Fréttablaðið - 30.10.2021, Page 73

Fréttablaðið - 30.10.2021, Page 73
 Að fara út að ganga er mjög gott fyrir líkamann og mælt er með að minnsta kosti hálftíma góðri göngu – kraftganga er best. Heilsulind frá landnámi Slagorð Thorship er Snjallari! eða Smarter! á ensku. Hér má sjá hvernig slagorðið er notað með merki Thorship. 8. Merki með slagorði Vert I Thorship 2015 09 Við þökkum fyrir stuðninginn Það gæti komið mörgum á óvart hvaða breytingar líkaminn gengur í gegnum ef þú ferð út og gengur á hverjum degi. Göngur eru ódýrasta hreyfing sem er í boði og útiveran gerir öllum gott. Hér eru tíu atriði sem breytast: Stóra spurningin er samt þessi, áttu auka korter eða hálftíma á dag til að fara út að ganga? Já, ég er viss um það. Það þarf að setja sjálfa/n sig í fyrsta sæti og hreyfa sig daglega. Að fara út að ganga er ofsalega gott fyrir líkamann og mælt er með allavega hálftíma góðri göngu – kraftganga er best. Þetta er ódýrasta hreyfing sem í boði er og þú andar að þér fersku lofti og getur notið þess að vera ein/n. Gott fyrir heilann Gerðar hafa verið rannsóknir á því hvað ganga gerir fyrir heilann. Samkvæmt þessum rannsóknum þá eykur ganga endorfínið í líkam- anum og dregur þannig úr stressi. Að fara út að ganga gerir heilanum það gott að það getur dregið úr áhættunni á Alzheimer til muna. Sjónin Það hljómar kannski einkennilega, en að fara og ganga daglega er mjög gott fyrir sjónina. Að ganga eykur þrýsting á augu og getur þannig dregið úr gláku. Hjartað Að ganga eða hlaupa er gott fyrir hjartað. Þú getur dregið úr áhættu á hjartaáfalli og öðrum sjúkdóm- um tengdum hjartanu. Að ganga dregur einnig úr kólesterólinu og eykur blóðstreymi í líkamanum. Lungun Að ganga er mjög gott fyrir lungun. Þau fyllast af súrefni sem nýtist líkamanum afar vel og eykur á virkni lungnanna. Brisið Komið hefur fram í rannsóknum að fólk sem gengur sér til heilsu- bótar er með betra jafnvægi á glúk- ósa í líkamanum. Þetta þýðir að þú getur hreinlega gengið og komið þannig í veg fyrir sykursýki. Meltingin Það þarf að passa upp á maga- heilsuna. Gerir þú það þá ertu að sporna við ristilkrabba og öðrum vandamálum eins og hægðatregðu. Vöðvarnir Þegar manneskja grennist þá rýrna vöðvarnir. Hér er verið að tala um hin frægu tíu þúsund skref á dag. Ef þú ert að grenna þig, þá skaltu vinna þig upp í þennan skrefa- fjölda á dag. Gott er að ganga upp í móti til að auka á vöðvamassa. Liðamót og bein Ertu stirð/ur og með verki? Hálf- tíma ganga á dag getur dregið úr þessum verkjum í liðamótum. Einnig dregur gangan úr hættu á meiðslum og beinþynningu. The Arthritis Foundation mælir með því að ganga daglega. Bakverkir Æfingar sem reyna mikið á líkamann geta slitið bakið illa. En að fara út að ganga getur hins vegar dregið úr bakverkjum vegna þess að blóðflæði í kringum mænu og hrygg eykst töluvert. Hugurinn Að ganga með öðrum frekar en ein/n eykur góða skapið, minnkar stress og kvíða. Það hefur einn- ig verið talað um að það dragi úr þunglyndi. ■ Daglegi göngutúrinn er forvörn og heilsugjafi Sannað þykir að dagleg hreyfing, til dæmis gönguferð, er mikil heilsubót. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 7LAUGARDAGUR 30. október 2021 VELFERÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.