Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.10.2021, Qupperneq 104

Fréttablaðið - 30.10.2021, Qupperneq 104
Það er nefnilega það fyndna sko, hann sagði ekki neitt! Hann minntist ekkert á skrautið og settist bara niður eins og hann væri kominn í venju- lega íbúð. Eva Möller á mjög líklega hryllilegustu íbúðina á Akureyri, að minnsta kosti um helgina, en hrekkjavakan gaf henni tilefni til að skreyta íbúðina hátt og lágt. Meðal annars með It-dúkku svo fátt eitt sé nefnt. odduraevar@frettabladid.is „Ég er nú búin að skreyta,“ segir Eva sem er lögst í f lensu og hefur því frestað afmælis- og hrekkjavöku- teitinu sem átti að vera um helgina um viku. „Ég fékk tryggingasölumann í heimsókn í gærkvöldi. Það var pínu vandræðalegt,“ segir Eva hlæjandi en tryggingasölumaðurinn mætti tveimur beinagrindum í anddyrinu. Hvað sagði hann? „Það er nefnilega það fyndna sko, hann sagði ekki neitt! Hann minnt- ist ekkert á skrautið og settist bara niður eins og hann væri kominn í venjulega íbúð,“ segir Eva. Heimatilbúinn hryllingur Þegar talið berst nánar að hrekkja- vökuskrautinu segir hún: „Svona sjötíu prósent af þessu sem ég á er bara heimatilbúið. Ég klippti út leðurblökur og setti á spegilinn inni á baði. En það sem ég er örugglega stolt- ust af er að ég breytti Baby Born dúkku í Baby It, með blöðru og öllu,“ segir hún létt í bragði um aðlögun barnaleikfangsins að einni þekkt- ustu ófreskju hryllingskóngsins Stephens King. „Hún er ógeðsleg sko,“ bætir Eva við. Þá bjó hún auk þess til ljós úr þremur öðrum dúkkuhausum. Eva viðurkennir að íbúð hennar sé frekar hryllileg. „Hún er pínu „scary“. En það fyndnasta er að þau byrjuðu að spila jólalög í morgun og mig langar eiginlega að setja upp jólaskraut líka,“ segir hún í gríni. Hún segist þó sennilega muni bíða með það í nokkrar vikur í viðbót. Hrekkjavökuvæddi HA Eva er ekki hætt að skreyta og ætlar að bæta við meira hrekkjavöku- skrauti næstu helgi, þegar hún heldur upp á afmælið sitt. Aðspurð að því hvað valdi þessum áhuga á hrekkjavöku, segir Eva: „Ég hef bara hrikalega gaman af búningum og hef dressað mig upp í alls konar skemmtilega búninga, ekkert endilega „scary“,“ útskýrir hún. Eva var skemmtanastjóri í Háskólanum á Akureyri í tvö ár. „Þá hafði enginn trú á Halloween- partíi,“ segir Eva. Hún hafi þó keyrt á það og fengið það í gegn að lokum. „Og nú er búið að halda það þar á hverju ári síðan,“ segir Eva. Hún hefur sjálf verið dugleg að sækja hrekkjavökuteiti eftir að skóla- göngunni lauk. „Svo var árlegt Halloween-partí hjá vinkonu minni sem hún og systir hennar héldu á hverju ári og þar var var farandbikar, sem hún smíðaði sjálf, fyrir besta búning- inn,“ segir Eva. „Þannig að þetta er svona mikið í kringum mig og margir á sömu bylgjulengd og ég.“ n Tryggingamaðurinn sagði ekkert við hryllingnum Eva skilur ekkert eftir óskreytt í hús- inu, ekki einu sinni baðherbergið. Eva er meira að segja með grasker sem gefur frá sér hljóð og talar. Eva fékk gest í gær sem kippti sér ekkert upp við beinagrindurnar. svavamarin@frettabladid.is Kristín Linda Kaldal, heildrænn heilsuþjálfari, hvetur foreldra til að vanda nammivalið um helgina þegar litlir uppvakningar, nornir og önnur hrikaleg börn ganga milli húsa og biðja um grikk eða gott. „Við þurfum ekki að vera vísinda- menn til að kynna okkur hvað sé slæmt fyrir litla kroppa sem eiga erfiðara með að vinna úr óæski- legum aukaefnum líkt og E321 og soyalecitin,“ segir Kristín. „Segir ekki allt sem segja þarf þegar það stendur aftan á pakkningum „getur haft nei- kvæð áhrif á athygli og athafnasemi barna“ um skaðsemi efnanna?“  Kristín vill vekja athygli á að alltaf sé hægt að velja betri kost og fræða börnin í leiðinni. „Foreldrar þurfa að taka höndum saman og velja það sem kemur frá náttúrunnar hendi. Augun sjá strax hvað er framleitt á rannsóknastofu eða kemur úr nátt- úrunni. „Eiturrauður og blár eru mest rannsökuðu litir í matvælum, en öll ASO-litarefni, sem ætti að kynna sér, myndi ég vilja taka af markaði,“ segir Kristín. Kristín vill sjá Íslendinga bakka um 50 til 60 ár í mataræði, „það var allt miklu náttúrulegra“. En hún vildi einnig fara nær hugsunarhætti Dana og Svía sem eru mun framar í fjölbreyttu úrvali af lífrænum vörum og áherslum í þeim efnum gagnvart börnum. Hún ítrekar að við megum ekki gleyma okkar eigin Nammið eins og túss eða appelsína Kristín Linda Kaldal, heild- rænn heilsu- þjálfari líkama. „Það á líka að vera gaman og við eigum ekki að hugsa um að allt sé hættulegt, en við þurfum að hafa þetta innan skynsamlegra marka og velja vel.“ Kristín fjallar ítarlega um heil- næmt líferni á Instagram-síðu sinni, kristinkaldal. n Hugmyndir fyrir krakkana Haribo gúmmí án gerviefna Hreint súkkulaði Freyju karamellur KITKAT Prins Polo Kinder egg Tutti frutti gúmmí Popp Lífrænar rúsínur Skreyttar mandarínur Lífræn epli Eva elskar búninga og elskar að klæða sig upp í ólíka búninga. MYND/AÐSEND Þessi hrylli- legi trúður var eitt sinn venjuleg Baby Born. Eva skreytir gjörsamlega allt húsið. www.sleepy.is • Ármúli 17 • Sími: 6207200 toti@frettabladid.is Þegar krakkarnir eru búnir að koma öllu hrekkjavökugottinu í hús er tilvalið að halda draugalegri gleðinni áfram og þá á fátt betur við en góð og sígild hryllingsmynd. Þessar þrjá hafa margsannað sig sem slíkar þótt þær séu vissulega mishræðilegar. Halloween (1978) Auðvitað á engin h r yl l i ng smy nd betur við þetta tilefni en tíma- mótaverk Johns Carpenter, Hallo- ween frá 1978, sem bæði hóf bú rhníf inn t i l vegs og virðingar sem morðvopn eftir að hann hafði legið í sturtubotni Hitchcocks síðan Psycho var og hét og kynnti til sög- unnar Michael Myers sem er svo öflugt skrímsli að hann er enn að. Hocus Pocus (1993) T ó n n i n n o g s t e m n i n g i n í Hocus Pocus er mun léttari og hentar f leirum. My nd in ger ist í því annálaða nornabæli Salem í Massachusetts, s a n n k ö l l u ð u m hrekkjavökubæ, og segir frá baráttu unglingspilts við að halda aftur af þremur nornum sem eru full hress- ar þrátt fyrir að hafa verið brenndar á báli fyrir svartagaldur 300 árum áður. The Craft (1996) Þessi unglinga- h r ol l u r he f u r hv o r k i t a p a ð sjarma sínum né krafti á þeim 25 árum sem liðin eru frá frumsýn- ingu. Fairuza Balk er líka enn alveg jafn mögnuð sem leiðtogi ung nornasveims sem laðar til sín nýju stelpuna í skólanum, enda eru þeim allir vegir færir með kukli sínu. Hafa ber í huga að myndin hefur átt það til að kveikja nornadrauma hjá ungum áhorf- endum. n Ekta myndir fyrir hrekkjavökuna 60 Lífið 30. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 30. október 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.