Þjóðmál - 01.06.2019, Page 8

Þjóðmál - 01.06.2019, Page 8
6 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 AF VETTVANGI STJÓRNMÁLANNA Fundum alþingis, 149. löggjafarþings, var frestað 20. júní 2019. Kemur þingið aftur saman í lok ágúst til að ljúka afgreiðslu þriðja orkupakkans svonefnda. Þingmenn Mið- flokksins stofnuðu til málþófs vegna hans. Var alls rætt um hann í 138 klst. á þinginu, lengsti þingfundurinn stóð í 24 klst. og 16 mín. Umræður um þriðja orkupakkann, ósköp venjulegt EES-mál, eru orðnar lengri á þingi en um EES-samninginn sjálfan á árinu 1992. Þá kom utanríkismálanefnd alþingis saman 82 sinnum til að fara yfir samninginn og ræða við sérfræðinga og gesti. Nú var orku pakkinn ræddur á nokkrum fundum í utanríkismálanefnd þingsins þar sem mikil samstaða var um hann. Miðflokksmenn sýndu störfum nefndarinnar engan áhuga en kusu þess í stað að draga að sér athygli með hóflausu málþófi. Að nokkru snerist það um að breyta ímynd þingflokksins eftir áfallið sem hann varð fyrir vegna uppákomunnar á Klausturbar 20. nóvember 2018. Björn Bjarnason Umrót vegna orkupakka Allir í forystu Sjálfstæðisflokksins hafa staðið í ströngu vegna gagnrýni á þriðja orkupakkann.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.