Þjóðmál - 01.06.2019, Page 10

Þjóðmál - 01.06.2019, Page 10
8 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 III. Bolli Kristinsson athafnamaður sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum fyrir nokkru vegna óánægju með afstöðu þingflokksins til þriðja orkupakkans og eitthvað fleira. Bolli er heimildarmaður í greininni eftir Jakob Bjarnar og segir „flokkinn vera að liðast í sundur og forystan sé í tómu tjóni“. Í fréttaskýringunni segir orðrétt: „Talið er að það hljóti eitthvað meira að hanga á spýtunni en menn eiga erfitt með að skilja hina miklu gremja sem leiddi til úrsagnar Bolla Kristinssonar, sem er stór fiskur í Sjálfstæðisflokkstjörninni, og fleiri áhrifamikilla manna úr viðskiptalífinu. [...] Bolli telur ef ekkert verði að gert muni Sjálfstæðisflokkurinn verða 15 prósenta flokkur. Það svo þýðir fyrirsjáanlega að hann hefur ekki bolmagn til að verja tiltekna hagsmuni og sjónarmið.“ Af þessum orðum má ráða að Jakob Bjarnar líti á þátttöku Bolla í flokknum og aðild að fjármálaráði hans á sínum tíma sem gæslu sérhagsmuna. Vegna þess að flokkurinn minnki verði hann að róa á önnur mið til að gæta þessara hagsmuna sinna. Fyrra hluta árs 2002 var eins og oft tekist á um framtíð Laugavegarins og í janúar 2002 hótaði Bolli að hætta verslunarrekstri við götuna. Kaupmenn þar mættu sín einskis í samkeppninni. Þegar fáeinar vikur voru til borgarstjórnarkosninga þá um vorið hafði Bolla snúist hugur eftir samráð og samvinnu við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og aðra borgarfulltrúa R-listans. Undir lok apríl 2002 kynntu Bolli og Árni Þór Sigurðsson (VG), formaður skipulagsnefndar, sameiginlega niðurstöðu starfshóps borgar- innar og kaupmanna við Laugaveginn. Skipulag þar skyldi breytt á þann veg að hús sunnan við götuna yrðu aðeins tvær hæðir og ris til að greiða aðgang sólarljóss. Norðan götunnar yrðu hins vegar hærri hús. Bolli Kristinsson sagði í Fréttablaðinu 26. apríl 2002 að fengi tillagan brautargengi mætti vænta þess að fjárfestar litu aftur á Lauga- veginn sem vænlegan fjárfestingarkost. Laugavegurinn yrði helsta verslunarmiðstöð landsins. Hann gæti keppt við Kringluna og Smáralind og að auki við verslunargötur erlendis. Þetta var innihaldslítill áróður sem dugði þó R-listanum til að halda völdum í kosningunum. Nú ganga arftakar R-listans í meirihluta borgarstjórnar hart fram við að breyta Laugaveginum í allt aðra götu en boðað var árið 2002. Allir hafa gleymt glamrinu frá þeim árum. Það þykja þó tíðindi að Bolli Kristinsson segi skilið við Sjálfstæðis- flokkinn, hann telji hagsmunum sínum betur borgið annars staðar. IV. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, hefur sætt ýmsum ásökunum í umræðunum um þriðja orkupakkann. Í upphafi var honum hampað af and- stæðingum hans vegna túlkunar þeirra á ummælum sem féllu á alþingi eftir landsfund sjálfstæðismanna í mars 2018. Í ályktun landsfundarins segir: „Sjálfstæðis- flokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópu sambandsins.“ Þessi ályktun snýr ekki að þriðja orku pakkanum þótt andstæðingar hans láti þannig. Í honum felst ekkert valdaframsal. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Bjarna Benediktsson á alþingi 22. mars 2018, sama dag og norska stórþingið samþykkti innleiðingu þriðja orkupakkans, hvort Sjálfstæðisflokkurinn styddi upptöku pakkans í EES-samninginn. Með upptöku máls í EES-samninginn skuldbinda EES/EFTA- ríkin, Ísland, Liechtenstein og Noregur, sig til að innleiða viðkomandi mál í landsrétt sinn, þau verða öll þrjú að gera það með vísan til EES-samningsins. Þriðji orkupakkinn fékk þessa stöðu í maí 2017. Bjarni svaraði og minnti á að gerður hefði verið sá stjórnskipulegi fyrirvari við upptöku málsins að alþingi yrði að samþykkja inn- leiðinguna.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.