Þjóðmál - 01.06.2019, Side 14
12 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019
Hannes G. Sigurðsson
Aukin framleiðni –
forsenda betri lífskjara
Atvinnulífið
Grundvöllur betri lífskjara er aukin framleiðni,
þ.e. aukin verðmætasköpun á hverja vinnu-
stund. Þetta efnahagslögmál á sér þó færri
talsmenn en að bætt kjör megi einkum þakka
baráttu hugsjónafólks. Verðmæti skapast í
flóknu samspili margra þátta í atvinnulífinu
og viðhorf sem ekki taka mið af því kunna
að eiga stóran þátt í linnulitlum kjaraátökum
hér á landi. Lífskjör hefðu líklega batnað enn
meira síðustu áratugi með minni átökum um
skiptingu gæðanna og jafnari og hófstilltari
þróun launa, verðlags og vaxta.
Framleiðni og kaupmáttur
haldast í hendur
Framleiðni vinnuafls og fjármagns skiptir
langmestu máli fyrir lífskjörin. Lífskjör geta
aðeins batnað og velferð aukist ef framleiðni
eykst. Framleiðni og hagvöxtur eru nátengd
hugtök. Landsframleiðslan vex þegar störfum
fjölgar og þá mælist hagvöxtur. Landsfram-
leiðsla á hvern vinnandi mann, þ.e. framleiðni
vinnuafls, vex þó ekki nema verðmæti
aukist meira en störfum fjölgar, að gefnum
óbreyttum vinnutíma. Verðmætaaukning á
hverja vinnustund getur átt sér fjölmargar
skýringar, s.s. fjárfestingar sem stuðla að
aukinni framleiðslu, tækniframfarir sem
bæta nýtingu vinnuafls og fjármagns, betri
framleiðsluaðferðir, aukna menntun, betri
stjórnun, skipulagsbreytingar, nýsköpun,
markaðssókn og vísindaframfarir.
Náið samhengi er milli kaupmáttar launa og
verðmætasköpunar á hverja vinnustund. Til
langframa batna kjör einungis ef framleiðni
við framleiðslu vöru og þjónustu eykst.
Launa hækkanir umfram framleiðnivöxt
valda til lengdar annaðhvort verðbólgu eða
fækkun starfa, eða hvoru tveggja.
Mikil hækkun launa umfram framleiðni, t.d.
vegna óábyrgra kjarasamninga eða launa skriðs
af völdum ofþenslu í efnahagslífinu, rýrir því
lífskjör þegar til lengri tíma er litið og ýtir
undir sveiflur í efnahagslífinu. Sveiflu kenndur
kaupmáttur launa raskar áætlunum fólks og
fyrirtækja og efnahagssamdráttur í kjölfar
mikilla þensluskeiða leiðir óhjákvæmilega
til atvinnuleysis. Jafn og traustur hagvöxtur
er því ákjósanlegri en hraður og ótryggur
vöxtur. Sígandi lukka er best í þessum efnum.
Hagstjórn, þ.e. stjórn opinberra fjármála og
peningamála og launastefna á vinnumarkaði,
sem sneiðir hjá miklum hagsveiflum leggur
grunn að meiri langtímahagvexti og betri
lífskjörum en ella.