Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 22
20 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019
Þetta var upphafið. Þessi hópur tók ásamt
fleiri lykilmönnum að sér að hleypa af stað
breytingum. Hlutirnir þurftu að ganga hratt
fyrir sig til að fyrirtækið heltist ekki úr lestinni.
Ráðast þurfti í miklar fjárfestingar og huga að
nýjum leiðum til fjármögnunar á þeim.
Stærstu breytingarnar til að byrja með voru
að endurnýja skipaflotann þannig að hægt
væri að takast á við flutningakerfi austan hafs
og vestan. Keypt voru ekjuskip, þau síðan
stækkuð og keypt skip sem voru hönnuð fyrir
gámaflutninga. Fjármögnun var að hluta til
færð beint til erlendra banka, en flest íslensk
félög voru fjármögnuð innanlands á þeim
tíma.
Þó svo að Hörður væri ekki mikill tölvumaður
sjálfur skildi hann þá tækni og gerði sér grein
fyrir möguleikum hennar. Á fyrstu árunum
var ráðist í gerð upplýsingakerfa, bæði á
fjármálasviðinu og flutningasviðinu. Þetta var
mjög dýr framkvæmd, sem skilaði sér vel að
lokum. Þó svo að áhugi hans á þessu sviði væri
ekki mikill vissi hann að þetta var nauðsynlegt
til þess að takast á við breytta tíma.
Áætlanagerð var grunnur sem grundvallaði
ákvarðanatöku, en vönduð áætlanagerð var
ekki framkvæmd í mörgum fyrirtækjum á
þessum tíma.
Til að takast á við þessar breytingar innan-
lands var haldið áfram með uppbyggingu
í Sundahöfn. Það var mikilvæg stöð í
flutninga kerfinu, því nú miðaðist allt við
að lágmarka tíma skipa í höfn. Á árum áður
voru skip allt að 70% af tímanum í höfn og
30% á siglingu, en nú er þessu öfugt farið
og skip oftast ekki nema 25% af tíma sínum
í höfnum. Vöruhús voru hönnuð miðað við
gámaflutninga og til að takast á við aukna
sérhæfða geymsluþörf, m.a. frystigeymslur.
Samfara þessu var frystiskipum skipt út fyrir
frystigáma. Það var mikil breyting og jók
verulega þá þjónustu sem viðskiptamönnum
bauðst. Við það fékkst verðmæt þekking
inni í félaginu sem síðar var nýtt til frekari
landvinninga.
Lokaátak þessarar uppbyggingar var að
opna eigin skrifstofur í stað umboðsmanna-
kerfis og komast þannig nær uppruna og
enda flutningaleiðanna með uppbyggingu
flutningsmiðlunar og frekari þjónustu við
viðskiptamenn.
Þessar breytingar tóku nokkur ár og tóku á.
Má segja að Eimskip hafi aldrei breyst jafn
mikið og á þessum tíma.
Forstjóri og framkvæmdastjórar Eimskipafélagsins í lok tíunda áratugarins; Þórður Magnússon fjármálasviði, Erlendur
Hjaltason utanlandssviði, Þorkell Sigurlaugsson þróunarsviði (sitjandi), Friðrik Jóhansson Burðarási hf., Þórður Sverrisson
flutningasviði, Hörður Sigurgestsson forstjóri og Hjörleifur Jakobsson innanlandssviði.