Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 27

Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 27
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 25 „Við erum að móta menntastefnu til ársins 2030. Markmið hennar er að gera íslenska menntakerfið framúrskarandi,“ segir Lilja strax við upphaf viðtalsins, hvar hún situr með fullt fang af gögnum sem sýna stöðu menntakerfisins í dag og spár um framtíðina. Það fer ekkert á milli mála að ráðherrann er búinn að vinna heimavinnuna sína. Það er sjálfsagt og eðlilegt að hefja samtal okkar á umræðu um menntamál. „Við höfum verið að skoða menntavísinda- rannsóknir til að meta stöðu Íslands í dag, hvar við stöndum varðandi lesskilning, stærðfræði, náttúrulæsi og svo framvegis,“ segir Lilja. „Staðreyndin er sú að við höfum gefið eftir, eins og kemur fram í alþjóðlegu menntarannsókn Efnahags- og framfara stofnunarinnar PISA. Ísland var yfir meðaltali Norðurlandaríkja árið 2000 í stærðfræðiskilningi en nú erum við komin neðst. Það er staða sem ég tel að sé óásættanleg. Ég hef verið að skoða hvernig við búum til framúrskarandi menntakerfi út frá samanburðarrannsóknum við ríki sem náð hafa góðum árangri. Þar erum við helst að horfa helst til Finnlands og Kanada og jafnvel Singapúr og Suður-Kóreu. Hins vegar er ljóst að menntastefnan verður íslensk og nýtir þann sterka menningarlega grunn bókmennta og verkvits sem þróast hefur hér. Ég hef þá trú að stefnumótun eigi að nýta styrkleikana sem fyrir eru en maður verður að hafa dug og hugrekki til að breyta því sem betur má fara. Sjálf hef ég lært og unnið í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu og lít til þeirrar reynslu við mótun menntastefnu.“ Lilja segir að til þess að byggja upp framúr- skarandi menntakerfi sé nauðsynlegt að hlúa að starfsumhverfi kennara enda sé það eitt einkenni þeirra menntakerfa sem þykja skara fram úr. „Kennarar þurfa að upplifa það að sam- félagið kunni að meta störf þeirra, það sé eftirsóknarvert að vera kennari og að færri komist að en vilja,“ segir Lilja. „Við létum gera svokallaða færnispá til að meta þörfina á fjölda kennara fram í tímann. Besta sviðsmyndin sýndi að árið 2032 myndi vanta 1.600 kennara en sú versta sýndi vöntun upp á 2.300 kennara. Við höfum verið að útskrifa á bilinu 75-80 kennara á ári á meðan við þurfum að vera að útskrifa 270. Eitt af verkefnum mínum var að móta stefnu til framtíðar og bregðast við þessu. Við gerðum áætlun sem fól í sér að fimmta árið væri tekið í starfsnámi, því það var mikið fall í aðsókn í kennaranám eftir lengingu. Samhliða því kynntum við styrki fyrir starfsnámið og þegar kennarar hafa lokið mastersnámi sínu fá þeir 800 þúsund krónur. Einnig veitum við umbun fyrir eldri kennara sem taka starfsnema að sér. Allt hefur þetta nú verið framkvæmt og það var 45% aukning í innritun í kennara- nám í Háskóla Íslands síðasta vetur. Ég er mjög ánægð með þessa vinnu og einkar gott samstarf við forystu kennara, Samband íslenskra sveitarfélaga, menntavísindasvið Háskóla Íslands og Háskóla Akureyrar og önnur ráðuneyti.“ Kennaranám var fyrir ekki svo löngu lengt úr þremur árum í fimm. Voru það ekki mistök? „Flest ríki hafa lengt kennaranám, þannig að ég held að það séu ekki mistök,“ segir Lilja. „En það má gagnrýna hvernig það var fram- kvæmt því það lá ekki fyrir hvað kennarar fengju aukalega fyrir lengra nám. Ef þú ætlar að lengja nám þarftu að búa til hvata þannig að lenging námsins skili einhverju. Byrjunarlaun eru svipuð því sem gerist í samanburðarlöndum en það vantar hvata fyrir kennara til að vinna sér inn frekari ábata. Kennarafrumvarpið, sem samþykkt var í vor, er liður í þessu. Með því gildir leyfisbréf kennara á öllum skólastigum. Ég veit að það eru margir sem fóru inn í kennaranám vitandi að þeir hefðu þennan sveigjanleika. En ég ítreka að það þarf að hlúa vel að starfi kennara. Það muna allir, þegar þeir hugsa til baka, eftir góðum kennurum. Þess vegna eigum við að veita þessu starfi meiri viður- kenningu og aukinn sveigjanleika ef við ætlum að vera með framúrskarandi kerfi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.