Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 29

Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 29
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 27 Stórverk við losun hafta Það má segja að eftirmál fjármálahrunsins 2008 hafi haft áhrif á starf allra ríkisstjórna síðan. Lilja er þeim þáttum vel kunn, hún starfaði í Seðlabankanum hina afdrifaríku daga haustið 2008, sem ráðgjafi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington árin 2010-13 og sem aðstoðarframkvæmdastjóri á skrifstofu seðlabankastjóra og alþjóðasamskipta í Seðlabankanum 2013-14 en tók við starfi verkefnastjóra í forsætisráðuneytinu árið 2014. „Það var unnið stórverk í losun fjármagnshafta. Sá viðsnúningur sem varð í kjölfarið, nettó 600 milljarðar króna, er í raun ótrúlegur. Fram kemur í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins árið 2016 að heildarendurheimturnar séu um 43% af landsframleiðslu,“ segir Lilja aðspurð um helstu afrek okkar eftir fjármálakrísuna. „Stjórnvöld notuðu stöðugleikaframlögin til að gera upp skuldir og skuldastaða ríkissjóðs hefur farið úr 90% í 30% af landsframleiðslu á 10 ára tímabili. Staða okkar er því gjörbreytt og við erum að sjá umbun þess núna, til dæmis við nýjustu útgáfu ríkisskuldabréfa, þar sem við höfum aldrei fengið betri vexti. Hagstjórnin hefur verið býsna farsæl. Ríkisstjórnin er meðvituð um það og við tökum hlutverk okkar alvarlega. Það á ekki síður við núna þegar samdráttur á sér stað, þá leggjum við áherslu á innviðauppbyggingu og njótum góðs af því að hafa sýnt ábyrgð síðustu árin.“ Lilja segir að draga megi mikinn lærdóm af því hvernig unnið hefur verið úr málum. „Sá árangur sem við höfum náð í efnahagsmálum er í raun magnaður eins og ég sagði áðan. Eftir hrun lagði fólkið í landinu mikið á sig til að snúa þessu við og tók virkan þátt í mótun stefnunnar,“ segir Lilja. „Það má taka sem dæmi Icesave-baráttuna og þá sem börðust fyrir því að bæta efnahagsreikning heimilanna, sem var afar brýnt, því ef heimilin geta ekki fjárfest verður einkaneysla veikari og hagvöxtur minni. Eins lögðu bæði stjórn- málamenn og embættismenn mikið af mörkum til þess að hefja hér uppbyggingu. Afnám fjármagnshaftanna vegur þar þyngst í krónum talið. En það eru líka aðrir þættir sem vega þungt og þar er mér umhugað um stærri samfélagslega þætti.“ Í því samhengi segir Lilja að hún setji spurningarmerki við hversu langan tíma það hefur tekið dómskerfið að vinna úr málum fyrrverandi stjórnenda fjármálafyrirtækja. „Vissulega þarf að framfylgja lögum og reglum en það á ekki að vera markmið í sjálfu sér að refsa fólki. Ferlið hjá okkur hefur ekki verið gallalaust og þá hefur Mannréttindadómstóll Evrópu gert athugasemdir við sum þessara mála,“ segir Lilja. „Það er liðinn rúmur áratugur frá hruni og við erum enn að reka mál gegn þeim sem þá voru stjórnendur í bankakerfinu. Ég átta mig á því að bankamennirnir hafa ekki mikla samúð og auðvitað bera þeir ábyrgð á því hvernig fór. En við þurfum samt sem áður alltaf að gæta þess að meginstoðir réttarríkisins standi traustar og þar eru réttindi sakborninga ekki undanskilin, burtséð frá því hver á í hlut. Við þurfum að hugsa þetta til lengri tíma. Ef við gætum ekki að réttindum allra sakborninga mun það skapa vantraust á réttarkerfinu til lengri tíma – og það mun valda samfélagslegum skaða. Allir hafa gert sitt besta til að vinna úr einu mesta áfalli þjóðarinnar en mest um vert er að við drögum lærdóm af þessu. Það sem gerir þetta áfall erfiðara fyrir Íslendinga er að það er mannanna verk en önnur áföll sem Ísland hefur gengið í gegnum hafa verið tengd náttúruhamförum eða afla brestum. Slík áföll hafa sameinað þjóðina og styrkt en fjármálahrunið var sundrungarafl vegna upprunans.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.