Þjóðmál - 01.06.2019, Side 33

Þjóðmál - 01.06.2019, Side 33
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 31 „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið duglegur að gagnrýna frumvarpið, en það tekur þó mið af því stuðningskerfi sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur verið að innleiða á síðustu árum. Það er dálítil þversögn í þessu,“ segir Lilja og brosir. „Það var ekki vilji til þess að fara í aðgerðir á borð við það að afnema virðisaukaskatt, því sú aðgerð nær ekki yfir fríblöð og annað slíkt og gagnast því ekki öllum. Við vitum þó að þær aðgerðir sem hafa verið boðaðar og það frumvarp sem liggur fyrir skiptir héraðs- miðlana mjög miklu máli. Þeir eru ekki minna mikilvægir en miðlar á höfuðborgar svæðinu. Mikilvægast er þó að Íslendingar hafi aðgang að íslensku efni, íslenskri umfjöllun um málefni líðandi stundar og svo framvegis, og þess vegna er mikilvægt að styðja einkarekna miðla. Þá er um leið mikilvægt að eignarhald á fjölmiðlum sé gagnsætt. Þannig að það er að mörgu að huga í þessu, en ég ætla mér að koma þessu í gegn.“ Í hvaða mynd? „Sjálfstæðisflokkurinn og VG hafa einnig komið að þessu frumvarpi. Þegar ég mæli fyrir frumvarpinu á þingi geri ég ráð fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn standi með sínum eigin tillögum en annars á þetta eftir að koma í ljós,“ segir Lilja. Telur þú að Sjálfstæðisflokkurinn hafi vilja til þess að taka RÚV af auglýsingamarkaði? „Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt þessu ráðuneyti lengi og ekki lagt upp í þá vegferð fram til þessa. Ég held að það myndi hjálpa til í stóra samhenginu og við verðum að taka mið af þeirri upplýsinga- og samskipta- byltingu sem við erum stödd í,“ segir Lilja. Lilja lauk stúdentsprófi MR 1993 og stundaði skiptinám í stjórnmálasögu Austur-Asíu við Ewha-háskólann í Seúl 1993–94. Hún lauk BA-próf í stjórnmálafræði HÍ 1998, og hafði þá stundað skiptinám í þjóðhagfræði og heimspeki við Minnesota- háskólann í Bandaríkjunum í eitt ár, og meistaragráðu í alþjóðahagfræði frá Columbia-háskólanum í New York árið 2001.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.