Þjóðmál - 01.06.2019, Side 38

Þjóðmál - 01.06.2019, Side 38
36 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Hannes Hólmsteinn Gissurarson Hugsuðir jafnaðarstefnunnar: Thomas Piketty Stjórnmálaheimspeki Tveir kunnustu hugsuðir jafnaðarstefnu okkar daga eru bandaríski heimspekingurinn John Rawls, sem birti Kenningu um réttlæti (A Theory of Justice) árið 1971, og franski hagfræðingurinn Thomas Piketty, sem gaf út Fjármagn á tuttugustu og fyrstu öld (Capital in the Twenty-First Century) árið 2014.1 Ég lagði það á mig fyrir skömmu vegna verkefnis, sem ég hafði tekið að mér erlendis, að lesa aftur hin hnausþykku verk þeirra.2 Bók Rawls er 607 blaðsíður og Pikettys 793. Í síðasta hefti Þjóðmála rýndi ég í kenningu Rawls, en sný mér nú að boðskap Pikettys. Thomas Piketty heldur því fram, að við óheftan kapítalisma vaxi fjármagn hraðar í höndum einkaaðila en nemi hagvexti, svo að fjármagnseigendur eignist sífellt stærri hlut þjóðarauðsins. En fjármagnið er kvikt frekar en fast. Ljósm.: Sho Tamura/ AFLO/Alamy Live News.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.