Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 40

Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 40
38 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 lífslíkur við fæðingu 33 ár á Íslandi, en árið 2016 hinar sömu og í Svíþjóð, 82 ár.10 Heilsa hefur batnað og menntun aukist. Árið 1950 hafði um helmingur mannkyns aldrei gengið í skóla. Árið 2010 var þessi tala komin niður í einn sjöunda hluta mannkyns.11 Allt skiptir þetta máli í umræðum um auð og eklu. Tekjuhópar ósambærilegir við farrými á skipi Í doðranti sínum víkur Piketty að feigðarför farþegaskipsins Titanic árið 1912 og segir, að stéttaskiptingin um borð hafi endurspeglað stéttaskiptinguna í Bandaríkjunum. Þótt hinn auðugi og ógeðfelldi Hockley hafi verið hugsmíð James Camerons, hefði hann getað verið til.12 Þessi líking Pikettys er þó hæpin. Farþegar um borð í skipi hafa keypt miða hver á sitt farrými, svo að segja má, að þeir verðskuldi hver sinn stað. Líklega voru miðarnir á þriðja farrými á Titanic einmitt ódýrari, af því að gestirnir á fyrsta farrými greiddu hátt verð fyrir sína miða. Farþegar á skipi geta sjaldnast flust milli farrýma. En í Bandaríkjunum fyrir 1914 braust fjöldi manns með dugnaði og áræðni úr fátækt í bjargálnir, eins og dæmi milljóna örsnauðra innflytjenda sýndi. Hinn ógeðfelldi Hockley var ekki til. Hann var hugsmíð. En margir raunverulegir auðmenn voru farþegar á Titanic. Tveir þeirra, Benjamin Guggenheim og John Jacob Astor IV, neituðu að fara um borð í björgunarbáta, fyrr en allar konur og börn hefðu komist þangað. Báðir fórust með skipinu. Ida og Isidor Strauss, sem áttu vöruhúsakeðjuna Macy’s, voru einnig farþegar. Ida neitaði að stíga niður í björgunar- bát án manns síns. Hún vildi eins og Bergþóra forðum heldur deyja í faðmi manns síns. Fátækur skipverji, George Symons, varð hins vegar alræmdur, þegar honum var falin umsjá björgunarbáts, sem tók fjörutíu manns. Hann hleypti þangað sex öðrum skipverjum og fimm farþegum af fyrsta farrými, en lagði síðan frá.13 Fátækir menn þurfa ekki að vera betri en ríkir. Manngæska skiptist eftir öðru lögmáli en auður og ekla. Fjármagn: Hreyfing frekar en upphleðsla Piketty telur, að við óheftan kapítalisma hafi fjármagn tilhneigingu til að hlaðast upp: Það vaxi oftast hraðar en atvinnulífið í heild. En er þetta rétt? Er fjármagnið óbifanlegt? Bandaríska tímaritið Forbes birtir árlega lista um ríkustu milljarðamæringa heims. Árið 1987 voru sex af tíu efstu japanskir, aðallega eigendur fasteigna. Auður þeirra er nær allur horfinn. Hinir sænsku Rausing-bræður, sem voru í sjötta sæti, ávöxtuðu fé sitt betur, en þó aðeins um 2,7% á ári. Reichmann-bræður, sem voru í sjöunda sæti, urðu síðar gjaldþrota, þótt einn þeirra ætti eftir að efnast aftur. Kanadíski kaupsýslumaðurinn Kenneth Ray Thomson náði besta árangri á meðal hinna tíu ríkustu í heimi. Hann ávaxtaði fé sitt þó ekki nema um 2,9%. Hagvöxtur er oft meiri.14 Piketty líkir stéttaskiptingu í frjálsu hagkerfi við stéttaskiptingu á farþegaskipi eins og Titanic, þar sem sumir ferðast á fyrsta farrými. En í frjálsu hagkerfi fara menn iðulega á milli tekjuhópa, og sumir brjótast úr fátækt í bjargálnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.