Þjóðmál - 01.06.2019, Side 56

Þjóðmál - 01.06.2019, Side 56
54 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Skák Gunnar Björnsson Einstakur árangur Armena Skákkennsla í skólum hefur verið afar heitt efni innan skákheimsins og hefur nýr forseti FIDE, Arkady Dvorkovich, aukið mjög áherslu sambandsins á skák í skólum. Sífellt fleiri lönd hafa eflt sína skákkennslu í skólum. Svíar hafa undanfarið verið öflugastir Norðurlandaþjóðanna og svo hafa Norðmenn mikinn áhuga á skák – en hafa þrátt fyrir að hafa sjálfan Magnús Carlsen glímt við skort á fjármagni og afþökkuðu nýlega styrk upp á 730 milljónir króna eins og við förum betur yfir hér á eftir. Skákkennsla í skólum á Íslandi hefur lengi verið til staðar – í marga áratugi. Við eigum marga afar færa skákkennara og –þjálfara; bæði skákmenn sem hafa lagt fyrir sig skákkennslu og einnig hinn hefðbundna kennara sem hefur kennt skák samhliða annarri kennslu. Skákkennslan í skólum á Íslandi er hins vegar nokkuð tilviljunarkennd og hefur að miklu leiti stjórnast af áhuga skólastjórnenda. Er hún minna miðstýrð en víða erlendis. Fáir hafa náð betri árangri en Helgi Árnason í Rimaskóla en í augnablikinu er staðan þannig að sterkustu skákskólarnir eru flestir í Kópavogi.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.