Þjóðmál - 01.06.2019, Side 58

Þjóðmál - 01.06.2019, Side 58
56 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Skáksamband Noregs afþakkaði 730 milljóna styrk Aðalfundir skáksambanda úti í honum stóra skákheimi vekja iðulega ekki mikla athygli. Það átti þó alls ekki við umaðalfund norska skáksambandsins sem fram fór 7. júlí sl. Skáksambandið í Noregi fékk vilyrði upp á stuðning upp á 730 milljónir (50 milljón norskar krónur) gegn því að berjast fyrir því að einokun á norskum veðmálamarkaði yrði afnumin. Sá sem bauð styrkinn er maltverska veðmálafyrirtækið Kindred, sem rekur veðmálasíðuna Unibet. Í Noregi er kerfið áþekkt og á Íslandi. Norsk tipping er þeirra Íslensk getspá og hefur einkaleyfi á veðmálum í Noregi. Danmörk og Svíþjóð hafa hins vegar leyft veðmálafyrirtækjum að starfa þarlendis en þó með ströngum skilyrðum og þau þurfa að sækja um leyfi. Skáksambands Noregs er fyrir utan Norsk tipping, rétt eins og t.d. Skáksamband Íslands og Bridgesamband Íslands eru hérlendis. Norska skáksambandið hefur lengi verið fjár- vana og sáu forráðamenn Skáksambandsins þarna frábært tækifæri til að breyta því. Norskur skákheimur fór hins vegar gjörsam lega á hliðina þegar þetta varð ljóst. Stjórn skáksambandsins klofnaði og vara- forsetinn beitti sér gegn samningum. Mörg skákfélög lýstu yfir andstöðu og sögðu að skák sambandið ætti að halda sig fyrir utan pólitísk álitamál. Heimsmeistarinn blandar sér í málin Þá kom til sögunnar heimsmeistarinn Magnús Carlsen. Sá var heldur betur ekki sáttur við andstöðuna við samninginn og lýsti yfir eindregnum stuðningi við hann. Sagði annað vera svik við bestu skákmenn þjóðarinnar og síðast en ekki síst framtíð skákarinnar. Flestir bestu skákmenn þjóðar- innar studdu Magnús en þó ekki allir. Þar var stórmeistarinn Simen Agdestein, fyrrverandi þjálfari Magnúsar og bróðir umboðsmanns hans, fremstur í flokki sem beitti sér mjög gegn samningum. Segja má að í grundvallaratriðum hafi norski skákheimurinn skipst í tvennt. Hinir virku skákmenn sáu aukin tækifæri sem földust í auknum fjármunum; að senda fleiri unga skákmenn á mót, ráða erlenda þjálfara og styrkja betur við efnilegustu skákmennina. Hins vegar voru hinir almennu klúbbaskák- menn sem stjórna flestum taflfélögunum. Fyrir þá skipta auknir fjármunir í skák- hreyfingunni ekki öllu máli. Þeir geta teflt sem fyrr einu sinni í viku í sínu félagi. Hinir yngri eru sjálfsagt einnig vanari því að geta veðjað þegar þeim hentar án landamæra. Muna ekki þá tíma þegar fyllti þurfti út getraunaseðla og skila inn í tæka tíð á laugar- dögum! Heimsmeistarinn var alls ekki sáttur. Á meðan hann tefldi á alþjóðlegu móti í Zagreb í Króatíu, sem hann vann reyndar mjög örugg- lega, setti hann nokkur skeyti á Facebook- spjallþráð um samninginn. Sagði afstöðu Frá ráðstefnunni í Armeníu. Lputian, Polgar og Short.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.