Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 61

Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 61
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 59 Móðir Basílea lýsti því svo að Guð hefði talað til sín í gegnum þessi ritningarorð: „Og þeir skulu gera mér helgidóm, að ég búi mitt á meðal þeirra.“ Úr varð að systurnar reistu kapellu með eigin höndum úr múrsteinum sem þær söfnuðu saman úr rústum Darmstadt-borgar, en sam- félag þeirra telst formlega stofnað 1947. Fyrsta systraheimilið byggðu þær sömuleiðis sjálfar og öfluðu sér tæknikunnáttu og byggingarefnis þrátt fyrir að eiga aðeins 30 mörk í sjóði. Þessi hús og fjöldi annarra risu næstu áratugi án þess að nokkru sinni væri slegið lán eða að hið opinbera veitti fyrir- greiðslu. Saga Maríusystra í Darmstadt er því mikið undur og táknþrungin fyrir hið nýja sambandsríki sem óx úr rústum stríðsins. Hún markar afturhvarf til kristinna gilda sem nasistar höfðu vanhelgað. Á evangelískum grunni Klausturlíf er vel þekkt meðal rómversk- kaþólskra og í Austurkirkjunni. Aftur á móti er það ákaflega sjaldgæft í söfnuðum mótmælenda, en samfélag Maríusystra er stofnað á evangelískum grunni innan lúthersku kirkjunnar í Þýskalandi. Maríusystur eru þó fjárhagslega óháðar kirkjunni og samfélag þeirra er sjálfstætt meðal annars í þeim skilningi að þar má ekki einungis finna systur úr lútherskum söfnuðum heldur einnig úr rómversk- kaþólsku kirkjunni, ensku biskupa kirkjunni, frjálsum söfnuðum og ýmsum öðrum kirkjudeildum, en Móðir Basílea leitaðist við að stuðla að eindrægni meðal kristinna manna og Maríusystur hafa meðal annars átt gott samstarf við fjarlæga söfnuði rétttrúnaðarkirkjunnar og koptísku kirkjuna svo dæmi séu tekin. Systrunum er ekki heimilt að giftast, rétt eins og gildir um kaþólskar nunnur, en hver sem er getur gengið í systrasamfélagið svo fremi sem hún er 18–30 ára, ógift og hafi hlotið köllun til starfsins. Þær eru nú um 200 talsins, af mörgu þjóðerni og starfa um víða veröld. Starfsstöðvarnar eru í tólf löndum; í Ástralíu, Bandaríkjunum, Brasilíu, Bretlandi, Danmörku, Finnlandi, Hollandi, Ísrael, Japan, Kanada, Noregi og Paragvæ, auk höfuð- stöðvanna í Þýskalandi. Á dögum þriðja ríkisins hafði dr. Klara Schlink hafnað stefnu nasista þess efnis að Gyðingar mættu hvorki vera starfsmenn kirkna né opinberir starfsmenn, en hún var á þeim tíma forseti kvennadeildar Kristilegra námsmanna samtaka Þýskalands. Þessi afstaða hennar varð til þess að hún var litin hornauga af yfirvöldum þriðja ríkisins og yfir- heyrð af Gestapo. Sem Móðir Basílea að stríði loknu samsamaði hún sig sekt þjóðar sinnar með því að heimsækja þá staði í nágranna- löndunum þar sem nasistar höfðu framið grimmdarverk. Móðir Basílea og Móðir Martyría. Þær eru nú báðar látnar.Systurnar reistu byggingarnar í Kanaan með eigin höndum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.