Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 62

Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 62
60 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Í viðleitni til að bæta fyrir syndir nasista gengust Maríusystur fyrir stofnun gisti- heimilis í Jerúsalem handa þeim sem höfðu lifað af helför nasista. Þá taka systurnar enn virkan þátt í minningarathöfnum um fórnar- lömb nasismans víðs vegar, meðal annars í hinum alræmdu útrýmingarbúðum. Í sönnum kærleika og gleði Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að dvelja um nokkurra daga skeið meðal Maríu- systra í júní á þessu ári og kynnast starfsemi þeirra, en ég get vart hugsað mér friðsælli stað. Kapellan og fyrsta systraheimilið, sem áður voru nefnd, urðu upphafið að dálitlum landskika sem fékk nafnið Kanaan, sem merkir fyrirheitna landið. Þar hefur risið fjöldi bygginga, stór kirkja og víðáttumikill lystigarður þar sem áður voru tún og engi. Á sjötta áratugnum stóð til að þessi landareign yrði skorin sundur af hraðbraut, en svæðið var þá í eigu fjölda manns. Móðir Basílea hafði fengið vitrun þess efnis að þarna skyldi ræktaður garður systra- félagsins og er sagan af því hvernig allt þetta svæði varð að hinum fagra skrúðgarði með miklum undrum. Í hluta landareignarinnar er bænagarður þar sem píslarsagan er rakin frá Getsemane til Golgata með áhrifaríkum hætti. Þar, sem og víðs vegar um landareignina, hefur lágmyndum og líkneskjum verið haganlega komið fyrir, en öll þau listaverk voru unnin af systrunum sjálfum. Systrunum er skylt að ganga veg trúarinnar og vera Guði algjörlega háðar með allar nauðsynjar. Í Kanaan lifa þær í sönnum kærleika, einingu og gleði. Hið fallega og friðsæla umhverfi er sannarlega mikil andleg uppörvun. Sjálfur fékk ég vistlegt herbergi í gestaskála. Veran hafði ákaflega sterk áhrif á mig, ekki hvað síst dagleg bænastund systranna í kapellunni, þar sem heyra má himneskan söng þeirra. Boðun fagnaðarerindisins Meginverkefni Maríusystra hefur vitaskuld alla tíð verið boðun orðs Guðs og bænagjörð, en Móðir Basílea var afkastamikill rithöfundur. Systurnar eignuðust brátt fjölritunarvél, en hún dugði skammt og þá var stofnuð prentsmiðja og útgáfufyrirtæki. Ritverk Móður Basíleu eru á annað hundrað og þau hafa verið þýdd á yfir sextíu tungu- mál, þar með talið íslensku. Hún samdi einnig stuttar útleggingar á ritningunni sem þýddar hafa verið á fleiri en 80 tungumál og hafa fjölmargir, víðs vegar um heiminn, vitnað um að þeir hafi snúist til trúar á Krist eftir að hafa lesið rit hennar. Skrúðgarðurinn í Kanaan er undurfagur. Svipmynd úr lystigarðinum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.