Þjóðmál - 01.06.2019, Page 63

Þjóðmál - 01.06.2019, Page 63
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 61 Systurnar reistu einnig hljóðver til útvarps- sendinga og síðar myndver til sjónvarps- upptöku. Hljóðsnældur og myndbönd fóru því einnig að berast frá systrunum til viðbótar við bækurnar. Þær smíða sömuleiðis svokallaða lofgjörðarskildi með biblíu- eða sálmaversum sem komið hefur verið fyrir á vinsælum ferðamannastöðum víðs vegar um heiminn, til að mynda við Miklagljúfur í Bandaríkjunum, Himalajafjöll í Nepal, Kilimanjaro í Kenýa og á Jungfrau í Sviss, en í svissnesku Ölpunum reistu systurnar sömuleiðis tvær kapellur. Til skamms tíma voru lofgjörðarskildir frá Maríusystrum á fjórum stöðum hérlendis; við Goðafoss, Þingvallakirkju, á Hornbjargi og í Vestmanna- eyjum, en mér er ókunnugt um hvort þá er enn að finna á þessum stöðum og þá hvort þeim hefur verið haldið við. Maríusystur á Íslandi Systurnar fara víða til að boða fagnaðar- erindið. Þær heimsækja gjarnan söfnuði og kirkjur sem óska eftir samkomum, helgisam- verum eða kyrrðardögum með biblíutímum og öðrum samverum. Margir norrænir hópar sem og einstaklingar hafa heimsótt Kanaan síðustu áratugi, þar af nokkrir Íslendingar. Frá árinu 1982 og allt þar til um aldamótin komu Maríusystur árlega hingað til lands og héldu samkomur. Í fyrstu heimsókninni, árið 1982, komu hin þýska systir Phanuela og finnska systir Júlíana. Þær heimsóttu þá fjölmarga söfnuði og kirkjur víðs vegar um land. Þrátt fyrir að systurnar séu í minni tengslum við Ísland nú en áður hafa verið starfandi bænahópar meðal Maríusystra sem biðja reglulega fyrir Íslandi og Íslendingum. Greinarhöfundur með Systur Lumenu sem er norsk að uppruna.Horft til altaris í kapellu Maríusystra.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.