Þjóðmál - 01.06.2019, Side 71

Þjóðmál - 01.06.2019, Side 71
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 69 Sigurður Már Jónsson Kjarninn í umræðunni Fjölmiðlar Eins og lesendur Þjóðmála hafa tekið eftir ritaði ég stutta samantekt um útgáfu- sögu Kjarnans í síðasta tölublaði. Þar var horft sérstaklega til tengsla fjölmiðilsins við eigendurna. Aðstandendur Kjarnans, þó sérstaklega ritstjórinn Þórður Snær Júlíusson, hafa verið frekir til fjörsins í fjölmiðlum og oft gagnrýnt aðra fjölmiðla og fjölmiðlamenn. Því þótti forvitnilegt að líta til orða og athafna þeirra sjálfra. Hugmyndin var að framkvæma sjálfstæða greiningu á rekstrar- sögu miðilsins og setja hana í samhengi við ritstjórnarstefnuna.1 Ég varð var við að einstaka fjölmiðlamenn urðu undrandi á skrifum mínum. Þar hafa birst tvenn sjónarmið: annars vegar að hugsan lega væri ekki hyggilegt að kalla yfir sig reiði ritstjóra Kjarnans og hins vegar að rangt væri að gagnrýna miðilinn á þennan hátt. Það fór eins og mig grunaði um að viðbrögðin reyndust harkaleg, reyndar svo að furðu sætir. Óhætt er að segja að umfjöllunin hafi strokið ritstjóranum öfugt og kallað á hörð viðbrögð úr Kjarnasamfélaginu. Málaferlum hefur verið hóta á hendur miðli sem vitnaði til fréttar minnar, skrifum mínum hefur verið svarað með mjög vanstilltum hætti, ég hef átt fund með stjórnarformanni Kjarnans og þá hefur verið reynt í tvígang að kæra skrif mín til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Siðanefndin vísaði málinu frá í bæði skiptin og taldi að ummæli mín væru innan marka þess tjáningarfrelsis sem blaðamenn hefðu og ætti ekki erindi til nefndarinnar.2 Kærurnar voru nánast samstofna og því í raun um að ræða sama málið í bæði skiptin og sýnir það að málið var sótt fremur af kappi en forsjá.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.