Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 72

Þjóðmál - 01.06.2019, Qupperneq 72
70 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Rifjum upp atburðarásina. Vefritið Viljinn gerði grein minni nokkur skil fljótlega eftir birtingu og vakti athygli á breyttu heimilis- fangi Kjarnans en félagið er nú með sömu starfsstöð og Vilhjálmur Þorsteinsson, annar stærsti hluthafi félagsins.3 Hafa má í huga að Vilhjálmur hefur áður sýnt augljósa þöggunar tilburði gagnvart umfjöllun um sig. Til að mynda hótaði Vilhjálmur ritstjóra og útgefanda Eyjunnar málsókn og háum skaða- bótakröfum eftir að fjölmiðillinn sagði fyrstur frá því að félög hans væru í skattaskjólum og tengdust Panamaskjölunum.4 Sama hefur hann gert síðar gagnvart öðrum fjölmiðlum sem ekki hafa verið honum þóknanlegir. Hörðustu viðbrögðin birtust þó daginn eftir í grein Þórðar Snæs í Kjarnanum en henni hefur líkast til verið ætlað að vera svar við grein minni.5 Óhætt er að segja að Þórður Snær hafi þar beint spjótum sínum heldur harkalega að persónu minni eins og fyrirsögnin gefur til kynna („Hvað vakir fyrir Sigurði Má Jónssyni?“). Um leið orðaði ritstjórinn furðulegar samsæriskenningar. Þessari grein svaraði ég á bloggsíðu minni á mbl.is.6 Þar benti ég á þá augljósu staðreynd að í grein sinni hefði Þórður Snær ritstjóri ekki hrakið neitt af því sem ég hafði tekið fyrir í umfjöllun minni. Hafa má í huga að ritstjórinn sneri sér aldrei beint til mín með athugasemdir heldur sendi þær á ritstjóra Þjóðmála. Hjálmar Gíslason, stjórnarformaður Kjarnans, falaðist hins vegar eftir fundi með mér og taldi ég sjálfsagt að verða við því og hittumst við á kaffihúsi þriðjudaginn 14. maí. Ég tel ekki rétt að tíunda efni fundarins en hann var kurteis í hvívetna. Átta dögum áður, eða 6. maí, hafði Þórður Snær hins vegar sent siðanefnd Blaðamannafélags Íslands kæru vegna greinar minnar. Um þá málsmeðferð vissi ég ekkert þar til 28. maí þegar upplýst var að siðanefnd hefði úrskurðað að vísa bæri kærunni frá með þeim rökum að hér væri um að ræða þjóðmálaumræðu sem ritstjórinn yrði að þola.7 Þórður Snær brást ókvæða við og skrifaði þetta á Facebook-síðu sinni 3. júní: „Þetta er svona nett kostulegt. Maður sem lýgur heilan helling upp á fólk og fyrirtæki í fjölmiðli í því sem hann kallar sjálfur fréttaskýringu, er sviptur blaðamennsku- sjálfræði af siðanefnd Blaðamannafélags Íslands.“ Um leið upplýsti hann að málið hefði verið kært aftur föstudaginn 31. maí, „með viðbótarupplýsingum sem eyða öllum vafa um hvers eðlis efnið var sett fram“. Öll viðbrögð ritstjórans bera merki spuna, hann var að reyna að segja lesendum sínum að frávísun siðanefndar sé einhver áfellisdómur yfir mér. Þessi spuni barst inn í undarlega frétt Stundarinnar um málið.8 Við- brögð mín birtust í pistli á bloggsvæði mínu nokkrum dögum síðar enda var nauðsynlegt að benda á hve fráleit þessi þöggunarherferð ritstjórans er.9 Siðanefndin vísaði málinu frá í bæði skiptin. Hún taldi að ummæli mín væru innan marka þess tjáningarfrelsis sem blaðamenn hefðu og ætti ekki erindi til nefndarinnar.10 Kærurnar voru nánast samstofna og því í raun um að ræða sömu málsrök í bæði skiptin sem sýnir að málið er sótt fremur af kappi en forsjá. Það er sérkennilegt að sjá hve langt ritstjórinn var tilbúinn að ganga til að þagga niður í umræðu sem hann sjálfan varðar og þar var hann ekki vandur að meðulum. Þegar niðurstaða siðanefndar lá fyrir var ritstjóra Þjóðmála enn á ný send krafa um leiðréttingu. Vitaskuld undrast margir í blaðamanna- stéttinni þennan ofstopa eins og kom fram í pistli Andrésar Magnússonar, fjölmiðlarýnis Viðskiptablaðsins: „Svo er auðvitað annað í þessu, sem er að hefðin hefur um áratugaskeið verið sú að blaðamenn kæra ekki hver annan. Hvorki til siðanefndar né með stefnum fyrir dóm- stóla. Vegna þess að þeir hafa trú á mætti orðsins og málfrelsinu.“11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.