Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 73

Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 73
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 71 Nýir hluthafar og hagnaður breytist í „jafnvægi“ Í millitíðinni hefur það gerst að nýir hluthafar hafa komið inn í rekstrarfélag Kjarnans um leið og upplýst var um tap af rekstri síðasta árs.12 Meðal nýrra hluthafa er eignarhaldsfélagið Vogabakki ehf., í eigu Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar. Vogabakki keypti 4,67 prósent hlut í félaginu. Samkvæmt frétt Kjarnans er seljandi hlutanna Kjarninn miðlar sjálfir en félagið átti 6,25 prósent hlut í sjálfum sér. Auk þess hefur hlutafé í félaginu verið aukið lítillega. Nýtt hlutafé verður nýtt til að fjölga stöðugildum hjá Kjarnanum og þar með styrkja starfsemi miðilsins, segir í fréttinni. Um leið var upplýst um rekstrar- niðurstöðu síðasta árs, sem gerði það að verkum að ritstjórinn varð að lauma þessari breytingu aftan við grein sína frá 25. apríl: „Í upphaflegri útgáfu greinarinnar stóð að Kjarninn hafi verið rekinn með hagnaði 2018 og byggði það á bráðabirgðauppgjöri í þess árs. Í endanlegu uppgjöri vegna ársins er gjaldfærður einskiptiskostnaður sem gerir það að verkum að endanleg rekstrarniðurstaða varð neikvæð um 2,5 milljónir króna. Án þess kostnaðar hefði niðurstaða ársins verið jákvæð. Því hefur orðinu hagnaður í greininni verið breytt í ,jafnvægi‘ til samræmis við ársreikning félagsins.“13 Það er óhætt að segja að lítið fari fyrir þessari breytingu á greininni og það þarf nokkuð glöggan lestur til að taka eftir henni. Við blasir þó að 25. apríl 2019 vissi ritstjórinn ekki meira um afkomu eigin miðils árið 2018 en svo að hann fullyrti að um hagnað hefði verið að ræða. Um leið hafði hann upp hefðbundin stóryrði um meintar rangfærslur mínar. Blasir ekki við að fjárfestirinn Þórður Snær þarf að gera upp við sig hvort hagsmunir hans fari saman við hagsmuni blaðamannsins Þórðar Snæs? Síðasta fjárfesting Vogabakka í fjölmiðlum var í Fréttatímanum sem fór í gjaldþrot án þess að hafa gert upp við starfsfólk sitt.14 Um vinnubrögð ritstjórans Sá er þetta skrifar hefur rökstudda ástæðu til að efast um heiðarleika vinnubragða ritstjóra Kjarnans. Af því hef ég persónulega reynslu sem skal rakin hér stuttlega, lesendum til skýringar. Í vetrarhefti tímaritsins Þjóðmál 2016 skrifaði ég grein sem hét: „Bankahrun og byltingastjórnarskrá.“15 Í greininni rakti ég vinnu við nýja stjórnarskrá Stjórnlagaráðs og reyndi meðal annars að setja hana í alþjóðlegt samhengi, að hluta til með vísun í þá einstaklinga sem höfðu tengst vinnunni. Greininni skilaði ég frá mér til þáverandi ritstjóra Þjóðmála, Óla Björns Kárasonar, hinn 16. nóvember 2016. Á þeim tíma var ég upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar Sigurðar Inga Jóhannssonar og deildi skrifstofu með aðstoðarmönnum hans, þeim Benedikt Sigurðssyni og Ágústi Bjarna Garðarssyni. Vetrarheftið kom út í byrjun desember en þá var Sigurður Ingi enn forsætisráðherra. Efni greinarinnar byggðist á eigin hugleiðingum en það stangaðist ekki á nokkurn hátt á við stefnu ríkisstjórnar Sigurðar Inga. Reyndar var það svo að við Sigurður Ingi ræddum talsvert stöðuna í stjórnarskrármálinu, enda gerði hann tilraun til þess á lokadögum ríkisstjórnar sinnar að þoka vinnu við hana áleiðis. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum hinn 11. janúar 2017. Hún var sett saman af Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Bjartri framtíð. Það varð að samkomulagi við Bjarna Benediktsson að ég sæti áfram sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar hans með starfs aðstöðu í forsætisráðuneytinu, samkvæmt venju. Um þetta var engin ágreiningur enda starfar upplýsingafulltrúinn einkum með forsætisráðherra og telst til pólitískra aðstoðarmanna. Líður nú og bíður þar til allt í einu að 17. mars 2017 birtist grein á Kjarnanum eftir ritstjórann sem bar heitið: „Skrif upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar samræmast ekki stöðu hans“. Í inngangi fréttarinnar sagði að Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar teldi að skrif Sigurðar Más
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.