Þjóðmál - 01.06.2019, Side 74

Þjóðmál - 01.06.2019, Side 74
72 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar í Þjóðmálum um stjórnarskrármál „samræmist ekki stöðu hans“.16 Þarna var augljóslega verið að setja upp fréttaleikrit, falsfrétt. Skrif mín vörðuðu á engan hátt nýja ríkisstjórn þar sem hún var skrifuð og birt í tíð annarar ríkis- stjórnar, án athugasemdar. Fréttin verður enn kostulegri þegar þessi setning er lesin: „Óttarr setur þann fyrirvara að hann hafi ekki lesið sjálfa greinina heldur einungis endursögn Stundarinnar úr greininni.“17 Með öðrum orðum, Óttar hafði ekki lesið greinina sem um ræddi og þó voru orð hans um hana tilefni fyrirsagnar Kjarnans! Það stöðvaði þó ekki ritstjóra Kjarnans í að setja upp fréttaleikrit sitt. Í sömu „frétt“ kemur fram að Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Viðreisnar, var spurður að því sama. Benedikt sá við blekkingunni og sagðist einfaldlega ekki hafa lesið greinina í Þjóðmálum og vildi þess vegna ekki ræða efni hennar. Varla þarf að taka fram að aldrei var gerð tilraun til að bera málið undir mig. Þessi skrif fá nýja merkingu þegar eftirfarandi málsgrein er lesin í svari ritstjórans frá 25 apríl sl.: „Þetta var nú allt samsærið gegn Sigmundi Davíð, manni sem Sigurður Már tók svo til starfa fyrir sem upplýsingafulltrúi og hagaði sér af slíkum óheilindum að þegar fyrir lá að hann yrði áfram við störf eftir að ný ríkisstjórn tók við 2016 þá höfðu ýmsir fjölmiðlamenn, af nokkrum mis munandi miðlum, samband við ráðgjafa nýrra stjórnarherra og gerðu þeim ljóst að þeir treystu sér ekki til að eiga í samskiptum við hann. Einfaldlega vegna þess að hegðun hans og atferli, og framganga í vinnslu eðlilegra beiðna um upplýsingar sem til hans var beint, hafði verið þess eðlis að þeir treystu honum ekki.“18 Allt voru þetta nýja upplýsingar fyrir mig og reyndar kannast enginn sem ég hef spurt um þetta mál við atburðarásina eins og ritstjóri Kjarnans lýsir henni. Þetta stangast líka á við þær takmörkuðu fréttir sem fluttar voru af endurráðningu minni, eins og sjá mátti í pistli á Eyjunni.19 Þar var ég kallaður „fagmaður“ og áframhald á ráðningarsamningi mínum var talinn vitnis- burður um það. Þessi orð ritstjórans varpa þó ljósi á, að á sama tíma og hann var að reyna að gera störf mín tortryggi leg með frétta- blekkingum, eins og rakið hér að framan, starfaði hann við að ófrægja mig að baki tjalda. Hvað hefur þetta með ágenga og heiðarlega blaðamennsku að gera eins og hann vill skreyta sig með? Ekki er annað hægt en að skilja það svo að hann hafi sjálfur stýrt þessum „hópi“ fjölmiðlamanna sem hann vísar til því að enginn þekkti þennan hóp. Í þessu sambandi er vert að benda á önnur furðuskrif hans er tengdust mér. Í maí 2015 birti ég grein á Kjarnanum sem fjallaði um „Leiðréttinguna“ og áhrif hennar.20 Sú grein var skrifuð að beiðni forsætisráð herra og í samráði við aðra samstarfsmenn hans. Þar benti ég á ýmsar rangfærslur sem Kjarninn hafði sett fram í baráttu sinni gegn Leiðréttingunni. Ekki er hægt að skilja endurtekin skrif ritstjórans öðru vísi en að hann hafi lagst gegn Leið réttingunni. Vitaskuld svaraði ritstjóri Kjarnans málinu með leiðara á eigin miðli. Það var viðbúið. Í stað þess að ræða málin efnislega kýs hann frekar að gera mig tortryggilegan, semsagt ad hominem rök eina ferðina enn. Þar segir ritstjórinn: „Við þetta er margt að athuga. Sigurður Már er upplýsingafulltrúi ríkis stjórnar Íslands. Hann er á launum hjá almenningi. Þau laun virðist hann þiggja fyrir að vera varðhundur sjónarmiða ákveðins hluta ríkisstjórnarinnar.“21

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.