Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 78

Þjóðmál - 01.06.2019, Síða 78
76 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 Ólafur Egilsson, sendiherra Vopnlaus þjóð gengur í hervarnarbandalag Tímaritið NATO Review birti árið 1984 greinarflokk um stofnun Atlantshafsbandalagsins (NATO), þar sem aðdragandi aðildarinnar í hverju landi var rakinn. Greinina um aðild Íslands skrifaði Ólafur Egilsson, sendiherra og þáverandi skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu. Hún birtist í íslenskri þýðingu í Viðhorfi – Tímariti um alþjóðmál, sama ár. NATO var stofnað í apríl 1949, fyrir nákvæmlega 70 árum. Að því tilefni er grein Ólafs hér endurbirt á síðum Þjóðmála. Ísland gerist aðili að stofnun Atlantshafsbandalagsins Fáir atburðir, ef nokkrir, í síðari tíma sögu Íslands hafa kostað jafnmikil og illvíg stjórnmála átök og ákvörðunin um aðild að stofnun Atlantshafsbandalagsins, sem tekin var í marslok 1949. Íslendingar höfðu þá aðeins nær fimm árum áður - hinn 17. júní 1944 - endurreist lýðveldi sitt. Þeir höfðu fyrr á öldinni, eins og svo margar aðrar þjóðir, vonast til, að hlut- leysisyfirlýsing gæti haldið þeim utan ófriðar. En í ljósi alls, sem gerst hafði í síðari heimsstyrjöldinni og að henni lokinni, voru viðhorfin orðin önnur. Tímarnir voru viðsjárverðir. Það leyndi sér ekki, að úr vöndu var að ráða fyrir fámenna, vopnlausa þjóð, sem umfram allt vildi komast hjá því að verða öðrum þjóðum háð og glata nýfengnu sjálfstæði. Hernaðarmikilvægi landsins vegna legu þess og sú hætta, sem talin var steðja að sjálfstæði smáþjóða, réðu mestu um það, að til greina gat komið, að Ísland gerðist aðili að hernaðar- bandalagi. Hitt skipti minna máli, þótt þar væri þjóð, sem ekki bar vopn og ætti því í fljótu bragði varla heima í slíku bandalagi. Frá liðnum öldum, eftir að þjóðveldið leið undir lok, eru í rauninni aðeins tvö tilvik um virka, utanaðkomandi ógn við öryggi landsmanna eða réttarstöðu ríkisins, sem lifa með þjóðinni. Tyrkjaránið, óvænt koma sjóræningja úr Tyrkjaveldi árið 1627, er drápu marga og höfðu á brott á 4. hundrað Íslendinga, sem seldir voru mansali í Norður- Afríku. Áttu ekki nema fáir afturkvæmt. Og síðar valdataka Jörgens Jörgensens, Jörundar hundadagakonungs, dansks ævintýramanns, sem kom til Íslands á bresku skipi árið 1809 með fáeina vopnaða menn og lýsti yfir sjálfstæði Íslands undir sínu veldi. Það stóð þó aðeins í tvo mánuði. Að undanskildum þessum eftirminnilegu atburðum var aðeins um að ræða árekstra, sem reyndar stundum fylgdu manndráp, vegna verslunarhagsmuna nágrannaþjóða í landinu. Landið naut ýmist verndar herskipa Danakonungs, sem þjóðin þénaði undir, eða flota Breta, þegar styrkur þeirra á hafinu var meiri. En þeim þótti ekki ómaksins vert að slá eign sinni á landið. Það var á mörkum hins byggilega heims og naut einangrunar sinnar. 70 ár frá stofnun NATO
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.