Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 85

Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 85
ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 83 Í skýrslu um förina eftir heimkomuna skýrðu ráðherrarnir frá því m.a. að fengist hefði í formi yfirlýsingar af hálfu Bandaríkjanna staðfesting á að: 1. Kæmi til ófriðar, mundu bandalags- þjóðirnar óska svipaðrar aðstöðu á Íslandi og var í síðasta stríði, og það mundi alger lega vera á valdi Íslands sjálfs, hvenær sú aðstaða yrði látin í té. 2. Allir aðrir samningsaðilar hefðu fullan skilning á sérstöðu Íslands. 3. Viðurkennt væri, að Ísland hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her. 4. Ekki kæmi til mála, að erlendur her eða herstöðvar yrðu á Íslandi á friðartímum. Kannað var í viðræðunum, hvort til greina kæmi, að teknir yrðu upp í samnings textann fyrirvarar, sem Ísland vildi gera vegna sérstöðu sinnar. Það var ekki talið fært, þar sem af því kynni að leiða, að önnur ríki vildu einnig gera fyrirvara. Í lok viðræðnanna var afhent formlegt boð til Íslands um að gerast stofnaðili bandalagsins, og fylgdi því texti samningsins. Naumur tími var til stefnu, þar sem ákveðið hafði verið, að bandalagið yrði stofnað í byrjun apríl. Það leit út fyrir að vera á mörkunum, að hægt yrði að ljúka meðferð málsins innan þessara tímamarka. Annað hvort var að hrökkva eða stökkva. Í ljósi þeirra upplýsinga, sem nú lágu fyrir, komst íslenska ríkisstjórnin að þeirri niðurstöðu, að forsendur væru til að Íslendingar tækju þátt í þessari viðleitni til verndar friði, frelsi og lýðræði á viðsjárverðum tíma, enda væri að henni staðið á grundvelli 51. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem ekki hefðu öðlast nægjanlegan styrk til þess að tryggja heims- frið. Lagði ríkisstjórnin fyrir Alþingi hinn 28. mars þingsályktunartillögu um aðild að hinu nýja bandalagi. Óeirðirnar 30. mars Lokaáfanginn var harðskeyttur og torsóttur - einkum þriggja daga lokaorrustan. Þegar stefna ríkisstjórnarinnar varð kunn, báru kommúnistar fram á þingi tillögu um vantraust á stjórnina. Fyrst var hún rædd af mikilli hörku í útvarpsumræðum á Alþingi sama dag sem tillagan um aðild að banda- laginu var lögð fram. Síðan tóku við umræður þingsins um sjálfa aðildartillöguna, er hófst 29. mars og hélt áfram daginn eftir. Þá dró til meiri tíðinda en dæmi voru til í síðari alda sögu hins forna Alþingis Íslendinga. Andstæðingar samningsgerðarinnar með öfgamenn kommúnista í broddi fylkingar boðuðu til útifundar í nánd við Alþingishúsið upp úr hádegi 30. mars. Eins hátt og öldurnar höfðu þegar risið, var nú óttast, að reynt yrði að hindra Alþingi í störfum sínum með ofbeldi. Löggæslulið var tiltölulega fámennt, þótt það hefði verið eflt nokkuð með sjálfboða liðum. Því gáfu leiðtogar stjórnar- flokkanna þriggja út tilkynningu, þar sem skorað var á friðsama borgara að koma að þinghúsinu „til þess með því að sýna að þeir vilji að Alþingi hafi starfsfrið“. Múgur og margmenni safnaðist saman við þinghúsið. Inni í húsinu deildu þing menn hart. Úti fyrir kom brátt til ópa og stympinga og farið var að kasta grjóti að þinghúsinu, svo að rúður brotnuðu m.a. á þingsalnum, og lentu steinar og glerbrot á borðum þing- manna. Þar kom, að ekki mátti lengur við svo búið standa. Lögreglan og varalið hennar hóf að ryðja svæðið við þinghúsið, og varð að beita bæði kylfum og táragasi. Alþingi fékk nægjanlegan frið til þess að ljúka afgreiðslu málsins. Breytingartillögur, sem m.a. fólu í sér að fá sérstöðu Íslands viðurkennda í texta samningsins, uppsögn Keflavíkurflugvallarsamningsins frá 1946 og þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina, voru felldar. Aðild var síðan samþykkt með 37 atkvæðum gegn 13. Auk kommúnista greiddu tveir Alþýðuflokksmenn og einn Framsóknarflokksmaður atkvæði á móti, en tveir úr síðastnefnda flokkum sátu hjá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.