Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 96

Þjóðmál - 01.06.2019, Blaðsíða 96
94 ÞJÓÐMÁL Sumar 2019 8. Í grein Sigurðar Más segir: „Tengsl Kjarnans við Ríkisútvarpið hafa verið náin. Ægir Þór Eysteinsson var þannig meðal stofnenda Kjarnans (9,44% eignarhlutur), en hann hafði áður verið fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu. […] Ægir var þó áfram í eigendahópi Kjarnans, þar sem hlutur hans í Kjarnanum var illseljan- legur. Að lokum leysti félagið sjálft til sín hlut Ægis Þórs til að komast hjá gagnrýni, en aðrir fjölmiðlar höfðu gert þetta að umtalsefni, meðal annars Viðskiptablaðið.“ Framsetningu Sigurðar Más um sölu á hlut eins stofnfélaga Kjarnans er röng. Hlutur Ægis Þórs Eysteinssonar í Kjarnanum var keyptur af félaginu sjálfu og fyrir hann var greitt með íslenskum krónum. Hluturinn var aldrei leystur til félagsins. Sigurður Már hefði getað komist hjá því að setja fram þessa röngu full- yrðingu með því að nálgast upplýsingar um viðskipti með hlutafé Kjarnans í fyrirtækja skrá ríkisskattstjóra. Eða að leita eftir upplýsingum um viðskiptin hjá þeim sem áttu þau. — 9. Í grein Sigurðar Más segir: „Þórður Snær Júlíusson, eða Doddi eins og hann er jafnan kallaður, hefur mikil tengsl við vinstrimenn. Alþjóð varð vitni að samskiptum hans við Elías Jón Guðjónsson, þá aðstoðarmann Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra og fyrrverandi samstarfsmann Þórðar á blaðinu 24 stundum, þegar fyrir tilviljun komst upp um að þeir höfðu lagt á ráðin um spunafrétt undir slagorðinu: „Dodda langar að skúbba.“ Fullyrðing Sigurðar Más um að Þórður Snær hafi lagt á ráðin um spunafrétt með pólitiskum ráðgjafa er röng. Ef Sigurður Már hefði lesið þá frétt sem Þórður Snær skrifaði um það mál sem var undir (sjá hér) þá myndi hann sjá að hún er ekki með neinum hætti í samræmi við þann ætlaða spuna sem ráðgjafinn ræddi um í tölvupósti sínum. Þvert á móti er hún mun ítarlegri, enda byggð á öðrum upplýsingum en hans. Hægt er sjá tölvupósta aðstoðar- mannsins hér. Þá virðist Sigurður Már haldinn þeirri ranghugmynd að umræddur póstur hafi verið sendur á Þórð Snæ, sem er ekki rétt. Auk þess er vert að benda á að Þórður Snær hafði engin mannaforráð á 24 stundum og gat því ekki ráðið eða rekið nokkurn mann. Samsetning stafsmannahópsins var á forræði þáverandi ritstjóra miðilsins. —- 10. Í grein Sigurðar Más segir: „Þórður Snær hefur undanfarið tekið að sér störf og verkefni víða. Hann er stundakennari við Háskóla Íslands, þar sem hann kennir fjölmiðlafræði (blaða- mennsku), og vakti athygli þar með því að nota þann vettvang til að efna til kæru til siðanefndar gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor.“ Fullyrðing Sigurðar Más um að Þórður Snær hafi notað sér vettvang til að efna til kæru er röng. Hið rétta er að nokkru eftir að Þórður Snær hóf störf sem stundakennari við Háskóla Íslands (í október 2015) þá endurtók umræddur prófessor rangar og meiðandi fullyrðingar um fjármögnun Kjarnans á opinberum vettvangi. Hann neitaði að draga þær til baka og í kjölfarið kærði Þórður Snær prófessorinn til siðanefndar Háskóla Íslands, í janúar 2017, sem komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið siðareglur, með úrskurði í mars 2018. Ef Sigurður Már hefði lesið þann úrskurð, sem er aðgengilegur á internetinu, eða fréttir sem skrifaðar voru um hann, og eru einnig aðgengilegar á internetinu, þá hefði hann getað komist hjá því að setja fram umrædda ranga fullyrðingu. Hann hefði einnig getað nálgast upplýsingar um hvenær Þórður Snær hóf störf hjá Háskóla Íslands með því að setja sig í samband við skólann. — 11. Í grein Sigurðar Más segir: „Í desember 2018 var upplýst að Ágúst Ólafur hefði sætt áminningu trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar fyrir að hafa brotið gegn Báru Huld Beck, blaðamanni Kjarnans, með því reyna endurtekið og í óþökk Báru að kyssa hana. Þetta kynferðisáreiti átti sér stað á starfsstöð Kjarnans eftir lokun skemmti- staða nóttina 20. júní 2018. Kjarninn fjallaði ekki um málið fyrr en það var upplýst á öðrum vettvangi og litlar fréttir hafa verið fluttar af viðbrögðum stjórnenda Kjarnans við atvikinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.