Fréttablaðið - 06.11.2021, Síða 12

Fréttablaðið - 06.11.2021, Síða 12
thorgrimur@frettabladid.is PORTÚGAL Portúgalska þingið sam- þykkti í gær frumvarp að lögum sem eiga að heimila líknardráp í landinu. Þetta er í annað skiptið á árinu sem frumvarp þess efnis hefur verið sam- þykkt á þinginu. Þingið lögleiddi líknardráp upphaflega í janúar síð- astliðnum, en stjórnlagadómstóll Portúgals komst að þeirri niður- stöðu að lögin samrýmdust ekki stjórnarskrá. Í nýrri útgáfu laganna er tekið fram að heimilt sé að beita líknardrápi ef um er að ræða alvarleg meiðsli sem valda því að sjúklingur þarfnist aðstoðarmanns eða vélar til að takast á við dagleg verkefni og ekki sé von um bót eða bata. Lögin bíða enn undirskriftar Mar- celo Rebelo de Sousa forseta, sem vitað er að hefur verið tregur til að staðfesta lögin og gæti aftur vísað þeim til stjórnlagadómstóls. Áætlað er að þing verði rofið á næstunni og efnt til nýrra kosninga í janúar eftir að vinstrif lokkar felldu fjárlaga- frumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokk- arnir hafa sætt gagnrýni fyrir að samþykkja líknardrápsfrumvarpið, en ekki fjárlögin. n OF SNEMMT ... Fyrir sætar og safaríkar klementínur? Krónan mælir með! Afgreiðslutímar á www.kronan.is Formaður jafnréttisnefndar Evrópuþingsins, Evelyn Reg- ner, er hér á landi til að afla upplýsinga um kynjajafnrétti á Íslandi og aðgerðir Íslend- inga. Hún segir að leiðin að jafnrétti sé löng og erfið en að það megi ekki gefast upp. lovisa@frettabladid.is JAFNRÉTTI Formaður jafnréttis- nefndar Evrópuþingsins, Evelyn Regner, segir að það sé hægt að læra margt af Íslendingum þegar kemur að jafnrétti kynjanna en að það verði að gæta að bleikþvotti hér á landi og að jafnrétti þýði ekki ein- ungis kynjajafnrétti. Evelyn er hér á landi til að af la upplýsinga um aðgerðir Íslendinga til að stuðla að jafnrétti á vinnu- markaði, en nefnd hennar fjallar nú um nýja tillögu framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins um launagagnsæi. Er launajafnrétti draumur eða markmið sem við munum ná? „Auðvitað munum við ná því en það verður að taka það fram að það er erfið vinna. Það er ekkert sjálf- sagt og allir þeir áfangar sem við höfum þegar náð, sem konur hafa í fortíðinni barist fyrir, er ekki eitt- hvað sem sjálfgefið er að haldi sér. Það þarf að viðhalda því alla daga og það þarf að þróa það áfram og það er það sem við erum að gera núna,“ segir Evelyn. Hún segir að í drögunum að til- skipun framkvæmdastjórnarinnar sé fjallað um mikilvægi þess að safna gögnum og tölum, en ítrekar að það sé ekki markmiðið sjálft, markmiðið er launajafnrétti, en gögnin eru leið að markmiðinu. Evelyn segir að það sem þau séu alltaf að læra meira um sé um raun- verulegt virði vinnunnar, bæði laun- aðrar vinnu og ólaunaðrar vinnu. „Ólaunuð vinna er ástæðan fyrir því að konur hlaupa um með ósýni- legan bakpoka á bakinu í gegnum lífið. Það er erfitt að komast áfram þannig,“ segir Evelyn. Hún segir að málið sé þó flókið að því leyti að lög og bindandi aðgerðir, þó nauðsynlegar, séu ekki nóg, því ef það á að nást jafnrétti í þessum skilningi verði allir að vera sam- mála um það og stefna þangað og að aðgerðirnar verði að vera einfaldar og tímasettar. Af hverju ertu á Íslandi? Erum við góð fyrirmynd? „Kynjajafnrétti og Ísland eru sam- ofin. Þetta er vörumerki Íslands, félagslega og stjórnmálalega. Það er náttúran og eldfjöll og svo kynjajafn- rétti. Það er svo gott að geta komið hingað og lært af fólki hér,“ segir Eve- lyn, en í heimsókn sinni hefur hún hitt ráðherra, alþingismenn, fólk frá einkareknum fyrirtækjum og verka- lýðsforystu auk þess sem hún hefur hitt forsvarsfólk félagasamtaka. Þá hitti Evelyn Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta. „Það sem við höfum lært er að kynjajafnrétti er vörumerkið, en að við verðum að verða meðvituð um „bleikþvott“ [e. pink washing]. Það er frábært að segja að kynjajafnrétti sé vörumerki Íslands, en það á að vera eitthvað meira en stimpill sem fyrirtæki og stofnanir státa sig af. Fólkið á að búa við það og það á að innleiða það,“ segir Evelyn og bætir við: „Íslandi gengur kannski betur en öðrum, en það er ekki sanngjarnt að launamunur kynjanna sé 14 prósent. Það er engin ástæða til þess,“ segir Evelyn og að í þessu samhengi sé mikilvægt að hugsa um virði vinnu og hvernig störf eru skilgreind og launuð eftir verkefnum. „Það er fólk sem vinnur við það að losa rusl. Þau sem gera það inni, hreingerningakonur, þéna miklu minna en þeir sem losa rusl úti, sorp- hirðumenn. En hver er munurinn? Er það hitastigið?“ segir Evelyn og spyr hvaða breytur skipti máli og hvort þær þurfi ekki að vera í enda- lausri endurskoðun. „Hávaði skiptir máli þegar störf eru metin og það sem við komumst að er að hávaði á vinnustöðum þar sem er hugsað um börn, í leikskólum og hjá dagforeldrum, var metinn á sama hátt og á venjulegum vinnu- stað. Er það viðeigandi? Nei, en það þýðir að það þarf að bera saman aftur og aftur, og vinna okkar er að komast að því hvaða breytur á að nota,“ segir Evelyn. Þetta þurfi að gera reglulega. n Konur hlaupa um með ósýnilegan bakpoka á sér Evelyn segir að vörumerki Íslands séu jafnrétti og náttúra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Evelyn Regner, formaður jafn- réttisnefndar Evrópuþingsins Portúgalar lögleiða líknardráp í annað sinn Portúgalska þingið kaus um nýtt frumvarp til að heimila líknardráp í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 12 Fréttir 6. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.