Fréttablaðið - 06.11.2021, Page 32

Fréttablaðið - 06.11.2021, Page 32
Fyrst mannkyn gat haft svona mikil neikvæð áhrif – þýðir það að við getum haft jafn mikil jákvæð. Tinna Hallgrímsdóttir hefur vakið mikla athygli sem ötull formaður félags Ungra umhverfissinna og hefur undanfarna viku fært land- anum fréttir af loftslagsráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. En hver er þessi skelegga kona sem brennur fyrir bættri framtíð og ver mestöllum tíma sínum í að leita leiða að henni? Tinna er fædd árið 1994 og er því 27 ára gömul. Hún er í grunninn Kópa- vogsbúi sem kláraði stúdentspróf af eðlisfræðibraut í Menntaskólanum í Reykjavík og þaðan lá leiðin í Háskóla Íslands. Þar lagði hún stund á iðnaðarverkfræði og ákvað svo að bæta við meistaraprófi í umhverfis- og auðlindafræði sem hún vinnur enn að ásamt viðbótardiplóma í hagnýtum jafnréttisfræðum. Tinna segist alltaf hafa tengt mikið við umhverfismál en sá áhugi hafi aukist á menntaskólaárunum. „Ég byrjaði þá að reyna að minnka akstur, borða minna af dýraaf- urðum og kaupa mér sjaldnar föt. Ég reyndi jafnframt að hafa áhrif á fólkið í kringum mig, en þarna var þetta þó mjög einstaklingsmiðað.“ Hoppaði beint inn í málefnið Hún segist þó fljótt hafa fundið að það dygði ekki til og hana langaði að hafa meiri áhrif. „Þá byrjaði ég í Ungum umhverfissinnum,“ segir hún en félagið var stofnað árið 2013. „Ég þekkti engan þar heldur var ég einfaldlega að fylgja öllu sem hét eitthvað „umhverfis“ á samfélags- miðlum og rakst einhvers staðar á félagið og auglýstan aðalfund. Ég bjó í Frakklandi á þeim tíma og hafði verið virk í femínisma en var ekki farin að beita mér í umhverfis- málum. Þarna hoppa ég beint inn í það málefni og hef ekki stoppað síðan,“ segir Tinna sem sendi félag- inu framboðsmyndband frá Frakk- landi og var kjörin í stjórn. „Nú hef ég verið í félaginu í fjögur ár en finn í ár að við erum að stækka mikið. Það var ekki síst verkefnið Sólin í kringum síðustu alþingis- kosningar sem kom okkur á radar- inn hjá mikið stærri hópi.“ Tinna á þá við kvarða sem félagið réðst í að hanna til að meta umhverfis- og loftslagsmál í stefnu allra stjórn- málaflokka í aðdraganda kosning- anna. Kvarðinn, sem var hannaður af teymi ungra fræðikvenna í sam- starfi við stjórn félagsins, vakti mikla athygli og umtal. „Við höfum fengið að langmestu leyti mjög góð viðbrögð, bæði frá almenningi og stjórnmálafólki sem þakkaði margt fyrir þá dýr- mætu rannsóknarvinnu sem við unnum um góða umhverfisstefnu, og af hentum þeim. Auðvitað var fólk missátt við þá einkunn sem flokkur þeirra hlaut en það hefði nú mátt reikna það út fyrir fram enda var kvarðinn opinber og stigagjöfin gagnsæ.“ Pikkar ekki í fólk Aðspurð um viðbrögðin þegar hún fyrir rúmum áratug fór að taka fyrstu skref að umhverfisvænni lífsstíl svarar Tinna: „Þau voru þá aðallega varðandi mataræðið,“ en Tinna er í dag grænkeri eða vegan sem þýðir að hún neytir engra dýra- afurða. „Það gerðist þó ekki á einni nóttu. Þegar ég var 16 ára hætti ég að borða kjúkling, svo aðeins seinna svínakjöt og þar fram eftir götun- um. Ég er ekki að pikka sjálf í fólk – það er mikið frekar öfugt. Þegar fólk veit að ég er virk í umhverfis- málum vill það oft koma fram með einhverjar játningar, segir mér að það sé enn að keyra bíl, borða kjöt og svo framvegis. Mitt svar er að þetta er ekki mitt persónulega mál, Unga fólkið er ekki hrætt við að taka skrefið Tinna segir það skipta miklu að umhverfisvæna valið sé auð- veldasta valið. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is heldur varða umhverfismálin fram- tíð okkar allra,“ segir Tinna. „Það er mjög hættulegt ef við festumst öll í einstaklingsmiðaðri hugsun þegar orkan á að fara í sam- stöðu um að þrýsta í kerfislægar breytingar. Ég á ekki sjálf að þurfa að eyða tíma, orku og peningum í að vera umhverfisvæn. Það á bara að vera auðveldasta valið, alltaf. Það á bæði að vera auðvelt að taka umhverfisvænu ákvörðunina, og erfitt að taka þá óumhverfisvænu,“ segir hún ákveðin. „Þannig ætti þetta að vera hannað svo ég sem neytandi ætti að geta tekið rétta ákvörðun án þess að hugsa út í það. Það hafa ekki öll tíma til að vera að pæla mikið í þessum málum.“ Er rafmagnsbíll fórn? Tinna rifjar upp erindi Andra Snæs Magnasonar á seinasta upplýsinga- fundi Loftslagsverkfallsins, sem hún stóð fyrir, nýverið. „Við erum oft að líkja umhverfismálum við Covid. Þegar hann spurði fólk hverju það hefði fórnað síðastliðna 18 mánuði vegna Covid voru svörin alls konar. En svo erum við að tala um mun stærri áskorun til mun lengri tíma: Stærstu áskorun sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir og hann spurði hverju fólk hefði fórnað eða breytt í þeim efnum og það var voðalega lítið. Fólk svaraði kannski að það hefði keypt sér rafmagnsbíl, en er það fórn?“ Tinna segist finna það vel á yngra fólkinu og þá fremur en þeim sem eldri eru, hversu áríðandi þær breytingar sem ráðast þarf í séu og á hversu stórum skala þær þurfi að vera. „Þetta er ekki lítið vandamál. Þetta er Covid-skala vandamál og við verðum að bregðast við á þann hátt. Í Covid voru það yfirvöld sem settu á hömlur og það sama þarf að gerast í loftslagsmálum þó við þurfum einnig að taka persónulega ábyrgð.“ U-beygja nauðsynleg Tinna segist vona að þær breyt- ingar sem henni fannst sjáanlegar á stefnum flokka eftir að kvarðinn var gefinn út, raungerist. „Man verður að vera bjartsýn, sérstak- lega í þessum málaf lokki, ég get ekki annað. En það þarf U-beygju í umhverfismálunum. Það er aðeins undanfarin ár sem við erum farin að beygja aðeins af leið en erum enn langt frá því að snúa skipinu við.“ Tinna segir ákveðna hugarfars- breytingu mikilvæga þegar kemur að breytingum. „Við verðum að átta okkur á því að þó við lítum á eitthvað sem fórn í upphafi mun það orsaka betra líf fyrir okkur öll. Til dæmis þegar við hættum að miða allt við einka- bílinn og einblínum á almennings- samgöngur, endum við með betri byggðamynstur, frelsi og nálægð við alla þjónustu. Ef vel tekst til aukum við aðgengi f leiri hópa að samfélag- inu með tilliti til fötlunar, aldurs og tekna og svo má ekki gleyma jákvæðum lýðheilsuáhrifum. Það er margt sem helst í hendur.“ Ekkert frelsi í málmkassa Það er langt síðan Tinna sagði skilið við einkabílinn og saknar hans ekki. „Það er ekkert frelsi að setjast inn í málmkassann sinn, festast í umferð, leita að bílastæði og borga fyrir það. Það vantar að fólk sé til- búið að stökkva í þessar breytingar og ég sé mun á kynslóðum í þeim efnum, unga fólkið sér fram yfir breytingaferlið og inn í framtíðar- samfélagið sem við viljum. Þau eru því ekki hrædd við að taka skrefið.“ Þó að Tinna reyni að vera bjart- sýn segir hún ljóst að þær aðgerðir sem við höfum nú þegar ráðist í séu ekki nægilegar til að við náum sett- um markmiðum. „Við erum með svo mikið forskot á að ná virkilega góðum árangri í loftslagsmálum en mælumst þó með eina mestu losun Evrópuríkja miðað við höfðatölu. Það er auðvitað fáránlegt og við viljum ekki trúa þessu og erum enn föst í hugsuninni að Ísland sé best í heimi. Við vorum það þegar við tækluðum orkuskiptin í húshitun og rafmagni en við megum ekki bara stoppa þar.“ Það er rifa á glugganum Loftslagskvíði er nýyrði en orðið felur í sér kvíða, áhyggjur og óvissu vegna loftslagsbreytinga. Aðspurð segist Tinna ekki fara varhluta af þeirri tilfinningu, annað væri í raun skrítið miðað við vitneskjuna sem hún sankar að sér daglega. „Í nýjustu skýrslu milliríkja- nefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kemur fram að það séu helmings líkur á að við náum 1,5 gráða hlýnun á fyrri hluta fjórða áratugar þessarar aldar. Mér féllust hendur þegar ég las þetta,“ viðurkennir Tinna en bætir við að skýrslurnar séu oftast ekki að segja neitt nýtt heldur einfaldlega með meiri vísindalegri vissu. „Það eru þessar óafturkræfu breytingar sem ég hræðist mest. Ef við náum ekki að takmarka hlýnun við 1,5 gráður eru miklar líkur á að við förum yfir ákveðna þröskulda og þá erum við búin að missa algjörlega stjórn á hlýnuninni.“ Tinna bendir þó á að vísindin segi að enn sé von. „Það er rifa á glugganum núna en ef við ráðumst ekki í breytingar núna getum við haldið áfram að losa í svona sjö ár en verðum svo að hætta að losa alfarið. Markmiðið er því að reyna að beygja losunarkúrfuna niður eins hratt og hægt er og ná um sex til sjö prósenta samdrætti í losun árlega á hnattræna vísu. Það er ekki óraunhæf krafa og vel mögu- legt. Fyrst mannkyn gat haft svona mikil neikvæð áhrif – þýðir það að við getum haft jafn mikil jákvæð,“ segir Tinna og það er ekki úr vegi að spyrja hvort hugurinn stefni í pólitík. „Já, ég hef áhuga á að fara í pólitík, en veit ekki alveg hvenær. Mig lang- ar að finna þann stað þar sem ég hef alvöru áhrif,“ segir hún. n Umhverfisvænt val Tinnu n Labbar allt eða notar al- menningssamgöngur. n Er vegan. n Kaupir nær eingöngu notuð föt fyrir utan kannski nærföt, sundföt eða einstaka vandaða vöru með notagildi í huga. n Bætir ekki aukahlutum inn á heimilið og kaupir hús- gögn notuð. n Takmarkar flug og reynir að samtvinna ferðir. n Kolefnisjafnar flugferðir sínar. 32 Helgin 6. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.