Fréttablaðið - 06.11.2021, Page 74

Fréttablaðið - 06.11.2021, Page 74
Allt í einu höfðum við allan tímann í heiminum til að æfa okkur. Það er þvílíkur heiður að fá að spila fyrir fullum sal af fólki eftir svona langan tíma í samkomutakmörk- unum. Dominik Winter- ling, fram- kvæmdastjóri sinfóníuhljóm- sveitarinnar Hljóðfæraleikarar í einni bestu sinfóníuhljómsveit heims iða í skinninu að fá að spila í fyrsta sinn fyrir Íslend­ inga í Hörpu. Framkvæmda­ stjóri hljómsveitarinnar tók við stöðu sinni í miðju útgöngubanni og segir hljóm­ sveitina hafa einstakan hljóm, þökk sé galla í hönnun tón­ leikasalarins í Amsterdam. Ein þekktasta sinfóníu­ hljómsveit heims, Kon­ unglega Concertgebouw hljómsveitin frá Hollandi, heldur tónleika í Eldborg­ arsal Hörpu þann 10. nóvember og er ljóst að þetta verður einn stærsti menningarviðburður á Íslandi í langan tíma. Dominik Winterling, fram­ k væmdastjór i sinfóníuhljóm­ sveitarinnar, er ekki Hollendingur sjálfur heldur Þjóðverji. Hann fædd­ ist í þorpinu Zwiesel, sem stendur í litlum dal umkringt mögnuðum fjallgarði sem teygir sig yfir í þjóð­ garðinn í Bavaríu. Hann hefur á síðustu árum kynnt sér fallegustu og stærstu tónleika­ salina í Evrópu eins og Elbphil­ harmonie í Hamburg þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri styrktarsjóðs, tónleikasali í Heidel­ berg þar sem hann stýrði tónlistar­ hátíð og svo að sjálfsögðu Konung­ lega Concertgebouw tónleikasalinn, heimkynni Concertgebouw hljóm­ sveitarinnar. Næst fær Dominik að hlýða á fagra hljóma sinfóníuhljómsveitar sinnar í Eldborg í Hörpu og segist hann iða í skinninu að fá að sjá salinn. Sama gildi um hljóðfæraleikarana sem hoppuðu af gleði þegar þeir heyrðu að förinni væri heitið til Íslands. Með einstakan samhljóm Dominik var staddur í Amsterdam, heimaborg hljómsveitarinnar, þegar Fréttablaðið náði af honum tali sím­ leiðis á dögunum. „Við ætlum að sýna Íslendingum það besta sem við höfum upp á að bjóða. Við viljum leyfa Íslendingum að heyra þennan sérstaka hljóm sem við höfum þróað í gegnum tíðina.“ Aðspurður hvað hann eigi við með „sérstökum hljóm“ útskýrir Dominik að hljómsveitin sé einstök á heimsvísu, þökk sé heimavelli þeirra í Amsterdam. Konunglegi Concertgebouw tónleikasalurinn, heimili hljóm­ sveitarinnar, er frægur fyrir hljóm­ burð sinn og er talinn með bestu tónleikasölum í heiminum ásamt Sinfóníuhöllinni í Boston og Musik­ verein í Vínarborg. Það sem vekur athygli er að salurinn er með frá­ bæran hljómburð fyrir áhorfendur en alveg hræðilegan fyrir flytjendur á sviðinu. Vegna þess þurfa hljóð­ færaleikararnir að sperra eyrun og stilla sig vel hver inn á annan. Þetta er því einstaklega samheldin hljóm­ sveit með magnaðan og silkimjúkan samhljóm, að sögn Dominik. „Þetta er einstakur hljómur og ég hef svo gaman af því að heyra hljómsveitina spila í mismunandi tónleikasölum. Við höfum skoðað myndir af Eldborg og getum ekki beðið eftir að heyra hljóminn í salnum.“ Hljómsveitin var stofnuð árið 1888 og með henni hafa færustu listamenn sígildrar tónlistar starfað en þar má nefna Richard Strauss, Gustav Mahler og Igor Stravinsky. Í sveitinni eru hljóðfæraleikarar frá 25 löndum. „Engir Íslendingar því miður þó hér séu aðdáendur Íslands,“ segir Dominik. Á efniskránni í Hörpu eru tvær stórbrotnar sinfóníur, hin epíska sjötta sinfónía Dmítríj Shostakov­ itsj og hin tregafulla sjötta sinfónía Pjotr Tsjaíkovskí, með undirtitilinn „Pathétique“. Bráðungur stjórnandi Stjórnandinn er hinn 25 ár gamli Klaus Mäkelä sem þrátt fyrir ungan aldur hefur sýnt að hann er einn Hljómsveitin iðar í skinninu að fá að spila fyrir Íslendinga Stjórnandi sveitarinnar er hinn 25 ára gamli Klaus Mäkelä. Ein þekktasta sinfóníuhljómsveit heims, Konunglega Concertgebouw frá Hollandi, heldur tónleika í Eldborg í næstu viku. MYND/AÐSEND Ingunn Lára Kristjánsdóttir ingunnlara @frettabladid.is eftir tektarverðasti hljómsveitar­ stjóri Norðurlandanna um þessar mundir. Hann er frá Finnlandi og hefur áður komið fram í Hörpu þegar hann stýrði Sinfóníuhljóm­ sveit Íslands á sérstökum Tsjaík­ ovskí­ og Shostakov itsj­tónleikum þar sem japanska fiðlustjarnan Sayaka Shoji lék einleik. Klaus er greinilega mikill aðdá­ andi Tsjaíkovskí og Shostakov itsj en hann fékk að stjórna dagskránni að sögn Dominik. Klaus hefur áður starfað sem aðalhljómsveitarstjóri Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Osló og verður auk þess aðalhljóm­ sveitarstjóri Orchestre de Paris frá haustinu 2022. „Klaus Mäkelä er í raun ótrúleg uppgötvun. Hljóðfæraleikararnir voru agndofa yfir hæfileikum hans og færni í tónlist.“ Dominik segir að þrátt fyrir ungan aldur sé Klaus ótrúlega næmur og hlýr í stjórn sinni. Hann hafi alla færni til að verða frábært stjórnandi. „Sem hann er reyndar nú þegar,“ bætir hann við. „Þess vegna ákváð­ um við að taka hann með okkur í tónleikaferðalagið eftir að hann fékk að stýra hljómsveitinni í des­ ember í fyrra.“ Tónleikar án áhorfenda Dominik tók sjálfur við stöðu fram­ kvæmdastjóra í mars svo hann hafði aðeins sinnt þessu starfi í nokkra mánuði þegar hljómsveitin ákvað að fara að stað í tónleikaferðalag um Evrópu. „Ég byrjaði bara í miðju útgöngu­ banni svo það var mjög sérstakur tími.“ Hljóðfæraleikararnir sátu ekki auðum höndum í útgöngu­ banninu heldur nýttu tímann til að æfa sig heima. „Allt í einu höfðum við allan tím­ ann í heiminum til að æfa okkur,“ segir Dominik og hlær. Hljómsveitin hafði í nógu að snúast í kóróna­ veirufaraldrinum með vikulegum tónleikum – án áhorfenda. „Við sendum út tónleika í gegnum netstreymi þannig að við náðum að spila mikið í faraldrinum og mætti segja að hljómsveitin sé vel stillt.“ Síðastliðinn ágúst fór hljómsveit­ in til Sviss, Þýskalands, Lettlands og Slóveníu og stefnir á Búkarest í desember. Hlakka til að leika á Íslandi Þetta verður fyrsta heimsókn Dom­ inik og hljómsveitarinnar til Íslands en þegar Dominik tilkynnti hljóm­ sveitinni að ferðinni væri heitið til Íslands uppskar hann mikil fagn­ aðarlæti. „Öll hljómsveitin iðar í skinninu að fá að spila fyrir íslenska áhorf­ endur,“ segir Dominik. Hljóðfæraleikararnir hafa þó engan tíma til að ferðast um landið eins og túristar. „Við mætum bara til landsins 9.  nóvember, æfingin verður svo 10. og tónleikarnir það kvöld. Við getum því miður ekki ferðast um landið en Reykvíkingar munu sennilega sjá hljóðfæraleikarana á rölti um Reykjavík fyrir og eftir tón­ leikana.“ Varðandi sýn hljómsveitarinnar segir Dominik hana snúast um að deila tónlistinni með eins mörgum og hægt er. „Við viljum breyta lífi fólk í gegnum umbreytandi kraft tónlistar.“ Hann lýsir því að mikilli innlifun þegar hljómsveitin fékk loksins að spila fyrir áhorfendur eftir að hafa spilað fyrir tómum sal í nær eitt og hálft ár. „Orkan í salnum var mögnuð og þá var ljóst hvað síðustu mán­ uðir þýddu fyrir alla. Það er alltaf gaman að spila saman en í sýningu án áhorfenda vantar ákveðna anda­ gift. Hljómsveitin nærist á orkunni frá áhorfendunum og gefur tvöfalt til baka,“ segir hann og bætir við: „Tilfinning er mögnuð. Það er þvílíkur heiður að fá að spila fyrir fullum sal af fólki eftir svona langan tíma í samkomutakmörkunum.“ n 34 Helgin 6. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.