Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Page 7
I. Skýrsla Tilraunastöðvarinnar á Akureyri.
árin 1953 og 1954.
ÁRNI JÓNSSON
1. Veðurfar 1953 og 1954.
a. Veðrið 1953.
Janúar til april. Um áramótin var snjólaust á láglendi og var jörð að
mestu klakalaus. Voru þíðviðri af og til allan janúar, en þó festi lítils
háttar snjó síðustu 3 daga mánaðarins, en þann snjó tók upp aftur í byrjun
febrúar, og þíðviðri héldust fram í miðjan febrúar, en þá gerði dálítið
frost með nokkurri snjókomu. Stóð það kuldakast í vikutíma, en síðustu
sex daga mánaðarins gekk enn í þíðviðri óslitið að kalla fram að 24. marz,
en þá gekk vindur til norðurs, veður tók að kólna og töluverðan snjó setti
niður, svo að fjallvegir urðu ófærir, en þeir höfðu annars verið færir allan
veturinn til þessa. Ráðandi vindátt liafði einnig verið suðlæg. Kuldakast
þetta stóð óslitið til 16. apríl, en þá gerði þíðviðri í 6 daga, en 23. apríl
gekk aftur til norðanáttar, en frost voru nú vægari. Apríl var kaldasti
mánuður vetrarins.
Maí. Með byrjun þessa mánaðar hlýnaði í veðri, svo að snjór var horf-
inn hér af túnum að mestu í fyrstu viku mánaðarins, og gátu því útistörf
mánaðarins hafizt þá þegar. Frost var einnig mjög lítið í jörð. Sæmileg
hlýindi héldust allan mánuðinn, en átt var yfirleitt norðlæg, en bjart og
úrkoma mjög lítil, eða 6.9 mm, og mældist aðeins í 4 daga.
Júní. Með júníbyrjun gengur vindur til suðurs og sumarhlýindi byrja,
og eru óslitin hlýindi allan mánuðinn, enda er júní heitasti mánuður
sumarsins, með 11.7 gráður. Úrkoma var hins vegar mjög lítil, en þrátt
fyrir það spratt gras mjög ört, og hófst sláttur hér þann 13. júní, og var
þá komið ágætis gras. Þann 24. komst hitinn í 22° C.
Júlí. í byrjun þessa mánaðar gengur til norðanáttar og úrkomu, og
heldur kólnar í veðri. Úrkoma var hvern dag frá 1. til 17., en úr því birti
upp og veður hlýnaði aftur, og hélzt svo allan mánuðinn. Nokkra úrkomu
gerði frá 24. til 27., en að öðru leyti var mjög sæmileg heyskapartíð.
Ágúst. Fyrstu 10 daga mánaðarins var átt suðlæg og hlýtt í veðri. Var
meðalhiti sólarhringsins frá 10.8° til 15.6°. Úrkoma var engin. Frá 11. til