Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Qupperneq 10

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Qupperneq 10
8 móta, og mátti heita að síðari hluti mánaðarins væri sæmilegur til hey- skapar hér um slóðir. Ágúst. Ennþá er ráðandi vindátt norðlæg með smáskúrum og líkt veðurfar fram að 15. ágúst, en þá gengur í suðlæga átt með hlýindum, og frá 16. til 24. voru sunnanvindar og hitar hvern dag að kalla og úrkomu- laust. Þann 19. og 20. náði hitinn hámarki, og var þá meðalhiti sólar- hringsins 16.4 og 16.3°. Frá 17.—21. var hámarkshitinn daglega 18—20.5°. I þessum liitum og þurrkum virtist útjörð öll blikna og taka á sig nokkurn haustblæ. Úrkoma var aldrei mikil í ágúst og heillarúrkoma fyrir neðan meðallag. Mest úrkoma mældist þann 10. ágúst 7.3 mm. September. Allan þennan mánuð er átt norðlæg og úrkoma lítil fram að 25. Um mánaðamótin kólnaði nokkuð, og meðalhiti sólarhringsins fór niður í 6—7° og helzt svo til 10. sept., en þá kólnar enn meir, og frá 11.— 23. sept. fer meðalhiti sólarhringsins aldrei yfir 6° og hámarks dagshiti aldrei yfir 7°. Var því um sannkallaða kuldatíð að ræða. Aðfaranótt 25. sept. gengur í snjókomu með frosti, og stóð svo í 3 sólarhringa samfleytt og náði frostið hámarki hér 27- og mældist mest 8.4°. Frá 25. til 30. sept. var meðalhiti sólarhringsins -j-1.0 til -^-2.9°, en úrkomulaust var frá 27. og út mánuðinn. Þessi frostkafli í september er einhver sá mesti, sem sögur fara af hér um slóðir. Þessar frosthörkur náðu yfir meginhluta Norðurlands, og fór frostið upp í um 20° í Möðrudal á Fjöllum. Þegar þessi frost gerði, áttu margir bændur hér í Eyjafirði og víðar mikið af kartöflum niðri í görðum og var svo einnig hér í Tilraunastöð- inni, og skemmdust þær víða mikið. Hér urðu þó skemmdir vonum minni, sem var því að þakka, að garðarnir lögðust undir 15—20 cm snjó, sem ekki hreyfðist nema lítið vegna þess, að veður var fremur stillt. Meðalhitinn í september er einhver sá lægsti, sem hér hefur mælzt á Akureyri, síðan mælingar hófust um 1880. Október til desember. Hinn 2. október hlýnaði ofurlítið í veðri, og var frostlaust flestar nætur fram að 13. Att var suðlæg. Snjó tók því upp og jörð þiðnaði. Á þessum tíma náðu menn upp úr görðum. Hér var lokið við að taka upp kartöflur 9. okt., en hins vegar var ekki lokið við að taka upp rófur fyrr en 19. okt., og náðust þær þá ófrosnar, en rófurnar höfðu þá margfrosið og oft lent undir snjó, en snjórinn hlífði jörð mjög frá því að frjósa. Síðari hluti október var heldur kaldari en fyrrihlutinn. Jörð fraus því nokkuð, en þó mátti vinna að jarðvinnslu af og til. Átt var oft suðlæg í nóvember, og mánuðurinn var að sínu leyti mun hlýrri en október. Engin veruleg kuldaköst komu. Nokkuð snjóaði annað slagið, en þann snjó tók upp að mestu á milli. Meðalhiti nóvember var um 2.6° yfir meðallag. í byrjun desember gekk átt meira til norðurs, og með 5. des. gekk í frostkafla, sem stóð til 11. des. Varð mest frost þann 11.,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.