Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Page 16
14
Vaxtaraukinn fyrir köfnunarefnið er greinilegur bæði árin, og þótt
köfnunarefnið sé meira í e-lið en a-lið, megnar það ekki að halda upp-
skerunni uppi, þótt nokkur forði sé efalaust ennþá af kalí og fosfór í
jarðveginum.
Mismunandi magn af kalí og fosfóráb. á móti 120 N, nr. 12 1953.
Hey hkg/ha Heyhkg/ha Meðaltal Hlut-
Áburður kg/ha: 1953 1954 2 ára föll
a. 120 N, 0, P, 0 K 80.7 59.4 70.08 100
b. 120 N, 60 P, 150 K 98.3 75.0 86.69 124
c. 120 N, 90 P, 150 K 101.6 91.3 96.48 138
d. 120 N, 120 P, 150 K .... .. 106.7 98.1 102.44 146
e. 120 N, 120 P, 100 K .... 97.8 68.1 82.98 118
f. 120 N, 120 P, 50 K 97.6 63.6 80.67 115
Á þessari tilraun var byrjað árið 1953. Er hún gerð á gamalræktuðu
túni úr valllendi, en fremur röku. Ráðandi gróður er háliðagras (70%),
vallarsveifgras (15%), túnvingull (10%). — Tilhögun tilraunarinnar er
þannig: Reitastærð 6 X 6 = 36 m2. Uppskerureitir 5 X 5 = 25 m2. Til-
raunaliðir eru 6 og samreitir 4.
Tilgangurinn með þessari tilraun er að leita eftir því, hvaða magn
af kalí og fosfóráburði þurfi á móti 120 kg af hreinu köfnunarefni. Það
virðist koma fram á uppskeru þessara tveggja ára, að stærstu skammtarn-
ir af P og K gefa mesta uppskeru bæði árin, enda þótt munurinn geti ekki
talizt mikill, þegar bornir eru saman þeir liðir, er hafa fengið bæði P og K.
Vaxandi skammtur af N, P og K, nr. 13 1953.
Heyhkg/ha Heyhkg/ha Meðaltal Hlut-
Áburður kg/ha: 1953 1954 2 ára föll
a. 0 P, 0 K, 0 N 40.1 28.6 34.38 62
b. 30 P, 40 K, 30 + 15 = 45 N 65.0 46.2 55.65 100
c. 60 P, 80 K, 60+30 = 90 N 83.1 65.1 74.16 134
d. 90 P, 120 K, 90+45 = 135 N 111.2 77.4 94.35 170
e. 120 P, 160 K, 120+60=180 N 146.3 90.1 118.26 213
Á þessari tilraun var byrjað 1953. Er hún gerð á gamalræktuðu túni úr
valllendismóa, og hallar tilraunalandið nokkuð móti austri. Landið er vel
þurrt. Ráðandi gróður í landinu var mjög líkur því, sem hann er í til-
raun nr. 12 1953. Gerð hefur verið gróðurathugun á hinum einstöku til-