Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Blaðsíða 17
15
raunaliðum bæði árin, og hefur komið í ljós að nokkur mismunur er á
magni hinna einstöku grastegunda í uppskerunni. Fer hluti hinna ýmsu
grastegunda eftir því, hversu stór áburðarskammturinn er. Fara hér á
eftir upplýsingar um þetta efni: í a- og b-reitum eru ráðandi grastegundir
háliðagras (30%), vallarsveifgras (20%), túnvingull (20%), língresi (15%),
snarrót (10%) og smári (5%). í c- og d-reitum eru ráðandi grastegundir há-
liðagras (50%), vallarsveifgras (20%), túnvingull (15%), snarrót, língresi
og smári (15%). í e-reitunum eru ráðandi háliðagras (80%), túnvingull
(10%) og vallarsveifgras (10%). Samkvæmt þessari gróðurathugun virðist
háliðagrasið því meira ríkjandi, sem áburðurinn er meiri. Flefur þetta
komið greinilega fram í öðrum tilraunum, þar sem áburðarskammtar
hafa verið stórir eða áburður ríkuleajur.
Tilhögun tilraunarinnar er þannig: Reitastærð 6 X 6 = 36 m2. Upp-
skerureitir 5 X 5 — 25 m2. Tilraunaliðir eru 5 og samreitir 5.
Tilgangurinn með þessari tilraun er að leita eftir því, hversu mikinn
áburð geti verið hagkvæmt að nota við túnrækt og enn fremur að leita
eftir því, hversu lengi megi auka áburð án þess að hann fari að draga úr
uppskeru. Mismunur á uppskeru þessara tveggja ára er mjög mikill, en
stígandinn fyrir vaxandi áburð er þó líkur. Ástæðan fyrir hinni miklu
uppskeru 1953 hlutfallslega í öllum liðum, er sennilega að verulegu levti
vegna hinnar ágætu sprettutíðar, sem var það ár, ennfremur kól þetta
land, sem tilraunin var sett á 1951 og gaf litla uppskeru 1952, en hins vegar
hafði það fengið fullan áburðarskammt bæði árin 1951 og 1952. Árið
1953 var því fyrsta árið eftir kalið, þar sem gróðurinn hafði náð sér að
fullu. Köfnunarefnisáburðinum var tvískipt á alla liðina, þannig að þriðj-
ungur hans var borinn á milli slátta. Árið 1953 var borið á tilraunina 28.
maí og síðari skammtur af N-áburði 23. júlí. Árið 1954 var borið á 24.
maí og síðari skammtur af N 30. júní.
Vaxandi skammtur af N-áburði, nr. 21 1954.
Áburður kg/ha:
a. 60 P, 75 K, 0 N .
b. 60 P, 75 K, 40 N .
c. 60 P, 75 K, 80 N ,
d. 60 P, 75 K, 120 N
Hey hkg/ha Hlut-
1954 fðll
25.3 55
46.2 100
66.4 144
70.2 152
Á þessari tilraun var byrjað 1954. F.r sams konar tilraun gerð á öllum
tilraunastöðvunum. Tilraunin er gerð á sams konar landi og lýst er í til-
raun nr. 12 1953. Tilgangurinn með þessari tilraun er að fá upplýsingar