Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Blaðsíða 19
17
Tilraun með Kjarna, nr. 23 1954.
Áburður kg/ha:
a. 60 P, 75 K, 0 N...............
b. 60 P, 75 K, 100 Kjarni........
c. 60 P, 75 K, 100 amm. sulfats.
d. 60 P, 75 K, 100 kalk.ammons.
Hey hkg/ha Hlut-
1954 föll
36.2 51
71.0 100
70.9 100
71.0 100
Tilraun þessi er gerð á sams konar landi og tilraun nr. 22 1954, að
vísu lítið eitt rakara. Gróður er mjög líkur. Stærð er 6 X 6 = 36 m2 og
uppskerureitir 5 X 5 = 25 m2. Tilraunaliðir eru 4 og samreitir 4.
í þessari tilraun er verið að bera Kjarna saman við N-áburðartegundir,
sem hér hafa verið notaðar undanfarin ár og verið hafa í tilraunum um
lengri tíma, eins og kalkammonsaltpétur. Enginn mismunur kemur fram
á verkunum þessara tegunda í niðurstöðum þessarar tilraunar.
2. Dreifðar tilraunir með vaxandi skammta af N, P og K.
Vaxandi skammtar af N, P og K, nr. 17 1953.
Sandfellshagi.
Hey hkg/ha Heyhkg/ha Meðaltal Hlut-
Áburður kg/ha: 1953 1954 2 ára föll
a. 0 P, 0 K, 0 N 45.9 37.3 41.62 65
b. 30 P, 40 K, 30+15 = 45 N . 67.3 60.9 64.15 100
c. 60 P, 80 K, 60+ 30 = 90 N . 93.1 88.6 90.92 142
d. 90 P, 120 K, 90+45 = 135 N 118.1 112.7 115.42 180
e. 120 P, 160 K, 120+60 = 180 N 136.4 131.5 134.01 209
Tilraun þessi er gerð hjá Sigurði jónsSyni í Sandfellshaga í Axarfirði.
Tilraunin er gerð á 10 ára gamalli sáðsléttu, sem unnin var úr viðarmóa,
sem er einkennandi þurrlendi í Axarfirði og reyndar víðar. Landið cr
ágætlega þurrt og hallar lítið eitt móti suðvestri. Sáðárið var borinn hús-
dýraáburður í landið, en síðan eingöngu tilbúinn áburður.
Tilhögun á þessari tilraun er nákvæmlega hin sama og lýst er í tilraun
nr. 13 1953 og gerð er hér í Tilraunastöðinni. Þessi viðarmóatún virðast
vera mjög frjósöm, eins og meðal annars kemur fram í a-lið. Stígandinn
í uppskerunni er mikill bæði árin fyrir hvern aukinn áburðarskammt.
2