Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Blaðsíða 28
26
Tilraun þessi er gerð á sams konar landi og tilraunin með vaxtarrými
kartaflna. Tilhögun er einnig öll hin sama með áburð, reitastærð og bil
milli raða. Þrjár kartöflur voru settar á metra. Notuð var venjuleg útsæð-
isstærð, en augun ásamt spírum skorin burtu með hníf, þannig, að skilin
var eftir ein spíra á hverri kartöflu fyrir a-lið, tvær fyrir b-lið og þrjár
fyrir c-lið.
Tilgangurinn með þessari tilraun var að vita, hvort það mundi hafa
nokkur áhrif á stærð kartaflannna, ef þeim væri skipt, þannig, að ákveð-
inn fjöldi af spírum væri á hverri kartöflu, sem niður væri sett. Ekki
verður séð, að þessi skipting hafi haft nein teljandi áhrif í þá átt. Hins
vegar hefur þessi skerðing á kartöflunum sýnilega dregið mjög úr upp-
skerunni. Ennfremur kom það í ljós, þegar leið frá niðursetningu, að
nýjar spírur komu fram og náðu eitthvað að vaxa.
Sett var niður í tilraunina E júní og tekið upp 23. sept.
Samanburður á kartöfluafbrigðum árið 1953.
Þurrefni Smælki Alls Söluh. Hlutföll
% % hkg/ha hkg/ha söluh.
1. Rauðar ísl. (Ólafsrauður) .. 17.8 14.0 358.3 276.7 69
2. Skán 19.0 15.2 361.7 306.7 76
3. Ben Lomond 15.0 9.0 465.0 423.3 105
4. Gullauga 20.0 17.2 486.7 403.3 100
5. Pontiac 15.0 15.5 408.3 345.0 86
6. Skán I 16.5 13.7 415.0 358.3 89
7. Skán II 17.8 11.5 363.3 321.7 80
8. Bintje 18.3 16.2 370.0 310.0 77
9. Kerr’s Pink (Eyvindur) ... 20.0 10.6 378.3 338.3 84
10. Primula 13.1 14.5 403.3 345.0 86
11. Vera 14.5 11.6 331.7 293.3 73
12. Dir. Johanson 17.3 15.1 483.3 410.0 102
13. Green Mountain 17.0 9.5 490.0 443.3 110
14. Arron Pilot 20.5 18.5 370.0 301.7 75
15. Furore 20.0 8.1 431.6 396.7 99
16. Byrne 13.5 14.3 500.0 428.3 106
17. Gaffin 17.0 19.0 343.3 278.3 69
Tilraunin var höfð í sama garði og undanfarin ár, Neðri-Kinnargarði.
Borið var í landið um 40 tonn á ha af mykju og auk þess 1200 kg á ha af
garðáburði (10-10-15). Sett var niður í tilraunina 2. júní og tekið upp 21.
og 22. sept. Reitastærð 1 X 10 m. Á milli raða voru hafðir 50 cm og 3
kartöflur á metra.
Sett var niður eftir snúru og kartöflunum stungið niður í moldina.