Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Side 30
28
Mismunandi skammtar af N, P og K d rófur, nr 30 1954.
Alls rófur Söluliæfar Hlut-
Áburður kg/ha: hkg/ha hkg/ha föll
a. 102.5 N, 157.5 P, 210 K .... 288.75 248.75 100
b. 205 N, 157.5 P, 210 K 253.75 203.75 82
c. 102.5 N, 315 P, 210 K 295.00 263.75 106
d. 102.5 N, 157.5 P, 420 K .... 210.00 173.75 70
e. 205 N, 315 P, 420 K 241.25 197.50 80
f. 161.5 N, 315 P, 420 K 247.50 203.75 82
Tilraunin er gerð á flagmóajarðvegi, og var grænfóður (hafrar) í land-
inu árið 1953, sem spruttu lítið, en hins vegar var borið allmikið af út-
lendum áburði í landið. Stærð reita var 5 X 6 = 30 m2. Uppskerureitir
4 X ^ = 20 m2. Samreitir 4. Sáð var 28. maí. Afbrigðið var Kálfafells-
rófur. Grisjað var 15. júlí og tekið upp 10. október.
Nokkurs ósamræmis gætir í uppskeru hinna einstöku liða, og virðist
mismunur í uppskeru ekki standa í neinu sambandi við áburðarmagnið.
Ekki voru teljandi skemmdir af völdum kálmaðks.
3. Starfsskýrsla.
a. Framkvœmdir 1953 og 1954.
Engar teljandi framkvæmdir fram yfir venjulegt viðhald bygginga og
ræktunar voru árið 1953, en haustið 1954 var keypt af Erlingi Davíðssyni
býlið Melar, ásamt bústofni, heyjum, vélum og um 8 ha af erfðafestu-
landi. Á Melum er allgott íbúðarhús, um 80 m2 að stærð, og er kjallari
undir öllu húsinu. Ennfremur er þar hlaða og fjós fyrir sex gripi. Þá
fylgir þar með bílskúr. Bústofninn, sem keyptur var, voru sex kýr og eitt
hross, og tvö geldneyti. Fjósameistari Björn Jónsson flutti sl. haust að
Melum með fjölskyldu sína, en áður bjó hann á Galtalæk. íbúð sú, sem
hann hafði þar, hefur verið breytt í fjós, og hafa þar fengizt 10 básar,
auk þess sem mjólkurhús hefur verið stækkað. I fjósinu á Galtalæk er nú
pláss fyrir 34 kýr og auk þess nokkra kálfa.
b. Búið.
Kúabúið var rekið með sama sniði árið 1953 og undanfarin ár. í árs-
lok 1953 voru 23 kýr, 7 vetrungar og 5 kálfar á búinu. í árslok 1954 voru