Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Síða 38
36
Tilhögun þessarar tilraunar er hin sama og lýst er í tilraun nr. 13 1953
á Akureyri, hvað reitastærð og annað skipulag snertir. Tilraunin er gerð
á sams konar jarðvegi og tilraun nr. 7 1953. Áburði var dreift 1953 20.
maí og N á milli slátta 10. júlí. Slegið var 4. júlí og 31. ágúst. Árið 1954
var borið á 28. maí og N á milli slátta 28. júní. Slegið var 21. júní og 28.
ágúst.
Samanburður N-áburðartegunda, nr. 9 1953.
Hey hkg/ha Hey hkg/ha Meðaltal Hlut-
Áburður kg/ha: 1953 1954 2 ára föll
a. 64 P, 96 K, 0 N 36.6 36.5 36.55 53
b. 64 P, 96 K, 75 N í amm.nítr. 60.8 78.4 69.60 100
c. 64 P, 96 K, 75 N í stækju ... 59.3 73.5 66.40 95
d. 64 P, 96 K, 75 N í k.amm.sp. 58.8 79.4 69.10 99
e. 64 P, 96 Iv, 75 N í amm.s.sp. 63.2 64.3 63.75 92
Tilraun þessi er gerð á 5 ára gömlu túni, á móajarðvegi, sem er lítið
eitt rakur og nokkuð malborinn. Sú breyting var gerð á þessari tilraun
árið 1954, að í stað 75 kg N í b, c- og d-lið, er borið 120 N, og í stað amm.
súlfatsaltpéturs í e-lið, er borinn ammoníum-nítratáburður.
Tilgangurinn með þessari tilraun er að leita eftir því, hvort áburðar-
tegundirnar hafa til lengdar áhrif á jarðvegssúrinn.
Tilraun með yjirbreiðslu á mykju á tún, nr. 10 1953.
a. 20 tonn mykja, 41
b. 20 tonn mykja, 41
d. 20 tonn mykja, 41
d. 20 tonn mykja, 41
N, 30 P, 30 K ..
N, 0 P, 0 Ií ....
N, 0 P, 0 K ....
N, 0 P, 0 K ....
Hey hkg/ha Hlut-
1954 föll
63.2 100
62.6 99
64.9 103
64.1 101
Haustið 1953 var mykjan borin á d-lið 22. okt., en á hina liðina var
mykjan borin á að vorinu. Þá er til ætlazt, að c-liður fái annað ár (1955)
engan annan áburð, nema 75 kg af N-áburði.
Tilraunin er gerð á fremur rökum moldblöndnum mýrarjarðvegi. Var
sáð í tilraunalandið 1953 og þá borið í það 50 tonn af mykju á ha. Vorið
1954 var mykjan borin á 6. maí og tilbúinn áburður 28. maí.