Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Side 44
42
Vaxandi skammtar af köfnunarefni, nr. 24 1953.
Bær, Reykhólahreppi.
Áburður kg/ha: Hey hkg/ha 1953 Hey hkg/ha 1954 Meðaltal 2 ára Hlut- föll
a. 70 P, 90 K, 0 N 49.6 55.1 52.35 72
b. 70 P, 90 K, 40 N 59.8 85.2 72.50 100
c. 70 P, 90 K, 80 N 75.4 115.0 95.20 132
d. 70 P, 90 K, 120 N .... 76.0 110.0 93.00 128
Tilhögun er hin sama og í tilraun nr. 8 1951 á Reykhólum. Tilraunin
er gerð á móajarðvegi, nokkuð leirblöndnum og fremur rökum. Borið
var á tilraunina 26. maí 1953 og slegið 15. júlí og 16. sept. Árið 1954 var
borið á 2. júní og slegið 12. júlí og 17. sept.
Sú breyting var gerð á áburðarmagni 1954, að borið var á 60 kg P og
75 kg K.
Vaxandi skammtar af köfnunarefni, nr. 25 1953.
Klukkufell, Reykhólahreppi.
Hey hkg/ha Hey hkg/ha Meðaltal Hlut
Áburður kg/ha: 1953 1954 2 ára föll
a. 70 P, 90 K, 0 N 9.9 20.0 14.95 52
b. 70 P, 90 K, 40 N 24.0 34.4 29.20 100
c. 70 P, 90 K, 80 N 41.6 50.0 45.80 157
d. 70 P, 90 K, 120 N .... 58.1 61.6 59.85 205
Tilhögun er hin sama og á sams konar tilraun á Bæ, nr. 24 1953 og
lýst er hér að ofan. Tilraunin er gerð á þéttum leirjarðvegi. Árið 1953
var áburði dreift 27. maí og slegið aðeins einu sinni, 21. júlí. Árið 1954
var borið á 1. júní og slegið aðeins einu sinni, 23. júlí. Árið 1954 var gerð
sama breyting á K- og P-skammtinum og á Bæ, eða áburðinum breytt í
60 P og 75 K.
3. Tilraunir með grasfræblöndur.
Eins og getið er um í skýrslum Tilraunastöðvanna 1951 og 1952, var
sáð nokkrum fræblöndum í tilraun 2. júlí 1952 (nr. 10 1952). Tilraun
þessi leit vel út fram yfir miðjan marz 1953, en um það leyti hlýnaði í
veðri mjög mikið, og tilraunin tók að gróa, en síðast í mánuðinum gerði