Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Page 51
49
ur. Sett var niður 4. júní og tekið upp 21. og 22. sept. Bil milli raða 60 cm.
Stærð reita var 1.2 X 10 — 12 m2. Uppskera er mjög lítil, en það virðist
samt greinilegt, að því þéttara sem sett er niður, því meiri uppskera fæst.
Tilraun með skiptingu á útsæðiskartöflum, nr. 31 1954.
Sterkja Smælki Kartöflur Söluhæfar Hlutföll
% % hkg/ha hkg/ha söluh.
a. kart. m. 1 auga .. . 13.3 24.0 81.7 62.5 100
b. kart. m. 2 augu .. . 13.3 24.0 89.2 67.5 108
c. kart. m. 3 augu .. 13.2 27.0 103.3 75.0 120
d. kart. óskornar . .. 12.6 28.0 115.0 82.5 132
Tilraunin er gerð á sama landi og tilraunin með vaxtarrými og tilhög-
un öll hin sama. Hér er uppskeran einnig lítil, og virðast óskornu kartöfl-
urnar hafa gefið skásta uppskeru.
Mismunandi skammtar af N, P og K á rófur, nr. 28 1953.
Rófur likg/ha Hlutföll Spr. af uppsk. í %
Áburður kg/ha 1953 1954 1953 1954 1953 1954
a. 102.5 N, 157.5 P, 210 K .. 325.0 91.5 100 100 8.8 17.2
b. 205.0 N, 157.5 P, 210 K .. 358.8 88.1 110 96 18.8 15.8
c. 102.5 N, 315.0 P, 210 K .. 290.0 104.6 89 114 10.0 17.3
d. 102.5 N, 157.5 P, 420 K .. 322.5 100.9 99 110 8.8 16.3
e. 205.0 N, 315.0 P, 420 K .. 411.3 101.9 127 111 25.0 16.4
£. 161.5 N, 315.0 P, 420 K .. 377.5 116 23.8
Tilraunin varð gerð á tyrfinni mýrarjörð. Sáð var 3. júní og tekið upp
23.-25. sept. 1953. Rófnaafbrigðið var ísl. rófur frá Stóru-Mörk. Nokk-
urt ósamræmi er í tilrauninni og tæplega hægt að segja, að nokkur einn
liður hafi yfirburði.
Árið 1954 er tilraunin gerð á sama landi og sama tilhögun að öðru
leyti en því, að f-liður var felldur niður. Sáð var 5. júní, grisjað 8.—10.
ágúst, og tekið upp 24. ágúst.
Það er sameiginlegt fyrir garðræktartilraunimar 1954, að þær svara
yfirleitt öðruvísi en áður, og er skýringin almennt sprettuleysi. Landið
var ennfremur allt of þurrt, þegar sáð var. Þurrkar, stormar og kuldar
síðar á sumrinu hömluðu einnig sprettu.
4