Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Blaðsíða 53
51
3. Starfsskýrsla.
a. Ýmsar lilraunir og athuganir 1953—1954.
Eins og um getur í starfsskýrslu Tilraunastöðvanna 1951—1952, var
hafin fóðurtilraun á 40 lömbum haustið 1952. Skýrsla um þessar tilraunir
sem voru gerðar á vegum Tilraunaráðs búfjárræktar, liggur hjá ráðinu,
og hafa niðurstöðum ekki verið birtar. Vegna þess, að gemlingarnir, sem
flestir skiluðu lömbum, gengu á mjög mismunandi landi, og voru þess
vegna mjög misjafnlega á sig komnir, er þeir heimtust um haustið. Fór
vigtun ekki fram fyrr en um áramót 1952—53, en þá voru þeir búnir að
jafna sig og voru þeir hafðir úti í eyjum, sem Reykhólar eiga úti á Breiða-
firði.
Vorið 1953 var sáð í 4 1000 m2 spildur eftirfarandi grösum:
Spilda I: Vallarfoxgras, Svensk Botnia. Spilda II: Rýgresi, Ötofte II.
Spilda III: Túnvingull, Roskilde, og Spilda IV: Vallarsveifgras (kana-
diskt?).
Skákir þessar eru samgrónar og fallegar, þrátt fyrir mikla beit haustið
1953 og vor og haust 1954. Virðist fé hafa látið einna bezt við vallarfox-
grasinu, en allar hafa skákirnar rótnagazt. Uppskera hefur ekki verið
vegin, en sýnilega gefur vallarfoxgrasið ennþá mesta uppskeru. Gæti
komið til mála að gera áburðartilraunir á þessum skákum, jafnframt því,
sem fylgzt er með endingu gróðursins, sem ennþá má heita hreinn og
óblandaður.
Sumarið 1953 var gerð áburðartilraun með NPK á óræktuðu landi,
framræstu. Gróður má heita orðinn hreinn valllendisgróður. Land þetta
var beitt með sauðfé um sumarið og kom þá í ljós, að þeir reitir, sem
fengið höfðu fosfórsýru, voru rótnagaðir, þótt hinir reitirnir væru lítt
hreyfðir.
Út af þessari athugun var gerð önnur tilraun sumarið 1954. Tekin var
fyrir 1 ha af túni og borið á hann um 80 kg N og 50 kg K20. Þá var fos-
fórsýru dreift með dreifara þannig, að fyrsta dreifarabreiddin fékk engan
fosfórsýruáburð, önnur breidd eina umferð, þriðja tvær umferðir og fjórða
þrjár umferðir, eða ca. 0, 30, 60 og 90 kg P2Og á ha. Var þetta endurtekið
yfir alla spilduna.
Sauðfé var beitt á land þetta allt sumarið, og var engin munur sjáan-
legur fyrsta mánuðinn. Eftir það fór féð að sneiða hjá þeim renningum,
sem ekki fengu fosfórsýru, og bitust þeir úr því miklu minna. Aftur á
móti var enginn sjáanlegur munur á þeim renningum, sem fengu 30, 60
og 90 kg.
o o
4*