Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Page 54
52
Tilraun með Phenóíhíasíne-inngjöf handa lömbum 1954.
Þar sem féð gengur þétt í landinu vetur, vor og haust og slæðingur á
sumrin, var ástæða til að ætla, að eitthvað væri um iðraorma í ám og
lömbum. Því var það, að 7. ágúst 1954 voru teknir frá 20 tvílembingar,
þeim skipt í tvo jafna flokka, og öðrum flokknum gefið Phenóthíasíne,
l/2 skammtur, eða ca. 7.5 g á lamb.
Skiptingin í flokkana fór þannig fram, að einungis voru notaðir tví-
lembingar og þar að auki samstæðir að kyni. Dæmi: Ær nr. 240 á tvo hrúta.
Er þá annar tekinn í samanburðarflokkinn en hinn í ormalyfsflokkinn.
Við þetta vannst tvennt. í fyrsta lagi eru miklu meiri líkur fyrir svipuð-
um erfðaeiginleikum og í öðru lagi drekka tvílembingarnir sams konar
mjólk og bíta sams konar gras, þar sem þetta verður alltaf eitthvað mis-
jafnt hjá einlembingum. Munur milli framfara hrúta og gimbra var og
fyrirbyggður með þessu fyrirkomulagi. Tel ég því tilraunina vel upp-
byggða, enda þótt einstaklingarnir séu fáir. Það slys vildi til, að eitt hrút-
lambið úr ormalyfsflokknum drap sig í skurði 27. ág., og urðu því ekki
nema 18 einstaklingar í tilrauninni.
Lömbin voru vigtuð daginn sem inngjöfin var framkvæmd, 30. ág.
og 22. sept. Númerin 110 til 240 eru hrútlömb, hitt gimbrar.
A-flokkur:
Nr. 7/8
110 ........................ 31
115 ........................ 34
227 ........................ 31
240 ........................ 28
407 ........................ 32
415 ....................... 31
416 ....................... 31
418 ...................... 32
419 ...................... 30
Alls....................... 280
Meðaltal ................. 31.1
Þyngdist
kg
9
13
9
10
11
8
10
6
6
324 362 82
36.0 40.2 9.1
Samanburðarflokkur vóg í kg:
30/8 22/9
37 40
41 47
36 40
33 38
38 43
37 39
36 41
33 38
33 36