Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Blaðsíða 59

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Blaðsíða 59
57 Varð svo, að grænhafrar náðust eigi og urðu úti, svo að nýting fékkst aldr- ei. Október var veðra- og rigningasamur, í meðallagi hlýr, en veður tíð. Nóvember með talsverðum frostum, veðrum og ótíð, og hið óhagstæðasta tíðarfar fyrir fénaðarhöld og útiverk. Kýr varð að taka á fulla gjöf fyrri hluta október, og er það óvenjulegt á Suðurlandi. Desember svipar mjög til haustsins, og var úrkoma flesta daga mánað- arins, með suðlægri átt og talsverðum veðrum. Árið endaði með auðri jörð og frostlausri. Árið 1953 má telja með hagstæðustu árum hvað tíðarfar snertir. Vet- urinn fremur mildur og snjóalítill, vorið fremur hagstætt, þó kalt væri í byrjun. Sumarið allt yfir meðallag hlýtt, með óvenju notadrjúgu tíðar- fari fyrir allan vöxt og nýtingu á uppskeru. Haustið var fremur milt en óvenjulegalega úrkomusamt, svo að með fádæmum má telja, en þrátt fyrir óhagstætt veðurfar síðustu þrjá mánuði ársins, má telja það í heild með beztu árum, sem komið hafa. b. Árið 1954. Veturinn frá nýári fram að apríl má teljast eftir hætti góður. Janúar- mánuður var hlýrri en í meðallagi og úrkoman meiri, er skiptist á með snjó og regn. Áfreðar voru talsverðir og lítil beit. Samgöngur oftast góðar. Febrúar var kaldari og óvenjulega veðrasamur, oftast slæmt veður. Marz var mun hagstæðari eftir þann 11., en veðrasamur sem fyrri mánður. Síð- ari hluti marz var hlýr eftir hætti og auð jörð og nokkuð farin að þiðna. Vorið (apríl—maí) má teljast mjög hagstætt. Apríl vel í meðallagi hlýr og úrkoma yfir meðallag, oftast góðveður. Jörð byrjaði að grænka um 14. apríl, og tún voru orðin algræn síðustu daga mánaðarins. Plógþítt var á sléttu landi 18.—20. apr. Kornsáning hófst 23. apr. Maí byrjaði með kulda- kasti, er hélzt til hins 8. Lokið var kornsáningu 9. maí. Byrjað var að setja niður kartöflur 22. maí, en fyrr hefði mátt byrja. Sauðburður gekk vel. Tíðin var mild og góð. Kýr voru látnar út 25. maí, og var þá nokkur hagi kominn á túnum. Sumarið (júní—september. Júni var þurrviðrasamur fram að 16., vel í meðallagi hlýr, með sólfari tvo af hverjum þremur dögum mánaðarins. Urkoma var mest í síðari hluta mánaðarins. Oftast voru góðviðri og hlýtt. Víða var komin góð slægja á tún 12.—15. júní, og var þá byrjað að slá. Júlí til september var í meðallagi hlýtt en lognviðrasamt, með álíka sólfari og fyrri mánuði, en meiri úrkomu, er féll aðallega á fyrri hluta tímabilsins. Heyskapartíð var hagstæð. Bygg skreið um 12. júlí og hafrar 18. Ágúst svipaði til fyrri mán. með óvenju hagstæða heyskapartíð. Fremur var kalt í veðri á stundum, en logn og góðviðri flesta daga. Hiti varð þó rúmlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.