Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Blaðsíða 62
60
Allar tilraunir með áburð til túnræktar eru tvíslegnar og einnig aðrar
tilraunir í grasrækt. Uppskeran er því hkg 1 + 2 sláttur a£ ha. Sláttutími
fyrir flestar tilraunir hefur verið síðast í júní og fyrst í júlí fyrri sláttur,
en annar sláttur í ágúst og fyrst í september.
A. Tilraunir með túnrækt.
1. Áburðartilraunir.
Tilraunir með eftiruerkun af fosfóráburði, nr. 1 1949.
Hey hkg/ha Hey hkg/ha Meðaltal Hlut-
Áburður kg/ha: 1953 1954 5 ára föll
a. 90 K, 0 P, 63 N.............. 47.2 43.2 39.1 100
b. 90 K, 0 P, 63 N............... 69.2 57.0 57.5 147
c. 90 K, 60 P, 63 N.............. 87.6 81.4 72.4 186
d. 90 K, 0 P, 63 N.............. 62.8 64.7 57.6 147
Frá fyrirkomulagi þessarar tilraunar hefur verið greint í fyrri skýrslu.
Meðaltal allra liða hefur heldur hækkað, sem stafar af góðu árferði sl. tvö
sumur. Tilraunin segir það sama og áður, að vel borgar sig að bera á fos-
fóráburð og það er bein nauðsyn, til þess að heyið sé af eðlilegri efnasam-
setningu.
Steinefnarannsókn, er gerð var á töðu frá c-lið (þ. e. fosfóráburður)
hafði 0.33% fosfór (P) í þurrefni heysins, þegar b- og d-liðir, sem sveltir
hafa verið af P sl. 5 ár, voru með 0.27—0.29% P í þurrefni heys.
Tilraun með vaxandi skammta af fosfóráburði á mýrartún, nr. 9 1950.
Hey hkg/ha Hey hkg/ha Meðaltal Hlut-
Áburður kg/ha: 1953 1954 5 ára föll
a. 70 N, 90 K, 0 P............. 107.5 67.2 72.1 100
b. 70 N, 90 K, 30 P........... 118.3 89.9 79.9 111
c. 70 N, 90 K, 50 P........... 115.8 86.8 78.7 110
d. 70 N, 90 K, 70 P........... 121.5 86.5 81.1 113
e. 70 N, 90 K, 90 P........... 123.7 89.2 84.2 117
Tilraunin segir það sama og undanfarin ár, að góður árangur er af 70
—90 kg P á ha. Gefur a-liður rúmum 20 hestum minna af ha, en þar sem
hæfilega er borið á af P.
Rannsókn á töðunni frá þessari tilraun 1953 leiddi í ljós, að P í þurr-
efni varð í a-lið (þ. e. 0 P) 0.22% í þurrefni heys, en 0.34-0.35% P í þurr-
efni heys frá reitunum b—e.