Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Qupperneq 63
61
Tilraunir með vaxandi skammta af kali á mýrarjörð, nr. 8 1950.
Hey hkg/ha Hey hkg/ha Meðaltal Hlut-
Áburður kg/ha: 1953 1954 5 ára föll
a. 70 N, 70 P, 0 K............. 99.5 72.1 69.0 100
b. 70 N, 70 P, 40 K............ 90.1 72.3 67.5 98
c. 70 N, 70 P, 80 K .......... 104.5 72.5 71.8 104
d. 70 N, 70 P, 120 K.......... 101.7 76.0 73.7 107
Lítill munur er á liðunum, en þó má benda á það, að hvítsmári hefur
aukizt allverulega í c- og d-reitum, þannig að telja má, að kalíið hafi bætt
heygæðin og aukið heymagnið dálítið.
Tilraun með einstakar tegundir tilbúins áburðar á mýrartún, nr. 7 1950.
Hey hkg/ha Hey hkg/ha Meðaltal Hlut-
Áburður kg/ha: 1953 1954 5 ára föll
a. 70 N, 0 P, 0 K.............. 75.2 50.2 53.1 100
b. 70 N, 70 P, 0 K............ 102.5 55.8 66.0 125
c. 70 N, 0 P, 90 K............. 79.3 47.9 53.2 100
d. 70 N, 70 P, 90 K........... 113.7 67.1 75.3 142
Tilraunin bendir í sömu átt og fyrri ár, að N eingöngu er ófullnægj-
andi áburður á mýrartún. Kalíáburður virðist ekki auka uppskeru með N,
sbr. c-lið, en hins vegar gefur fosfóráburðurinn góðan árangur, sbr. b-
og d-lið.
Tilraun með þrjár tegundir köfnunarefnisáb. á móajörð, nr. 10 1945.
Hey hkg/ha Hey hkg/ha Meðaltal Hlut-
Áburður kg/ha: 1953 1954 10 ára föll
a. Ekkert köfnunarefni . 38.7 17.5 38.0 58
b. 400 kg kalksaltp. 15.5% .. . 65.0 49.9 65.2 100
c. 304.5 kg brst. amm. 20.5% . 61.7 36.2 62.1 96
d. 185.1 kg amm.saltp. 33.5% . 71.2 50.5 64.9 100
e. 277.6 kg sami áb . 88.6 66.0 78.3 120
Grunnáburður á alla liði hefur alltaf verið 60 kg K og 60 kg P á ha.
Tilraunin hefur alltaf verið slegin tvisvar. Þeir reitir, sem ekkert N hafa
fengið, eru meira vaxnir hvítsmára en b- og e-reitir. Virðist svo, að hvít-
smárinn gefi lítið af N til grastegundanna. N í kalksaltpétri og Kjarna
virðist vera jafn áhrifaríkt til grasvaxtar. En c-reitirnir eru að ganga úr
sér, þ. e. brst. ammoníak.