Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Blaðsíða 64
62
Tilraun með dreifingartíma á Kjarna á móajörð, nr. 5 1949.
Hey hkg/ha Hey hkg/ha Meðaltal Hlut-
DreHigartími: 1953 1954 6 ára föll
a. Ekkert N................... 39.5 18.6 32.4 43
b. 1. dreifingartími............. 76.0 75.1 74.5 100
c. 2. dreifingartími............. 83.2 85.4 76.1 102
d. 3. dreifingartími............. 85.1 63.6 68.1 91
e. 4. dreifingartími............. 86.7 64.6 63.8 86
Dreifingartíminn hefur verið á N-áburðinum undanfarin ár 10. maí,
20. maí, 30. maí og 10. júní.
Grunnáburður sl. tvö ár: 90 kg K, 67.5 kg P og 100 kg N. Kjarni var
notaður 1954. Annar og þriðji dreifingartími virðist gefa mesta uppskeru
tvö undanfarin ár, og er þetta í sambandi við veðurfarið. Bezt er að dreifa
N, þegar grænka fer og vorhlýindi byrja. Efnagreiningar uppskeru fyrri
sláttar 1953 sýndu eftirfarandi:
Eggjahvíta Tréni
% %
b. Kjarna dreift 10. mai 13.6 26.5
c. Kjarna dreift 20. maí 15.9 27.0
d. Kjarna dreift 30. maí 19.2 24.8
Árið 1953 var fyrri sláttur 30. júní en seinni sláttur 10. sept., en 1954
fyrri sláttur 7. júlí og síðari 13. sept.
Ef litið er á eggjahvítu heysins 1953 í fyrri slætti og dreifingartímann,
verður kjarnmesta heyið frá næstsíðasta dreifingartíma N-áburðarins. Sé
miðað við það, að allir dreifingartímar N séu slegnir á sama tíma, eins og
hér hefur verið gert, verður að telja, að fyrsti dreifingartími N sé í raun-
inni of seint sleginn. Það má því draga þá ályktun af þessu, að því fyrr
sem N er dreift í öllu sæmilegu árferði, skapi það aðstöðu til þess að byrja
sláttinn fyrr en gert hefur verið í þessari tilraun.
Dreifing á kalkammonsaltpétri i einu og tvennu lagi, nr. 7 1951.
Hey hkg/ha Hey hkg/ha Meðaltal Hlut
Áburður kg/ha: 1953 1954 4 ára föll
a. 90 P, 90 K, 80 N í einu lagi 64.9 74.7 66.4 100
b. 90 P, 90 K, 50 + 30 N 77.3 72.0 72.5 109
c. 90 P, 90 K, 100 N í einu lagi 77.2 80.2 75.5 100
d. 90 P, 90 K, 60 + 40 N 85.4 92.2 86.7 115
Þessi tilraun virðist benda á hið sama og áður, að hagkvæmara er að
skipta N-áburðinum, ef 100 kg N eru borin á.