Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Page 69
67
jafnasta uppskeru eftir sláttutíma. Sláttutímar 4 og 5, þ. e. f- til h-liður,
eru varla framkvæmanlegir nema með talsvert meiri áburði, því að 2—3
sláttutímarnir gefa svo litla uppskeru, að það svarar ekki kostnaði að eiga
við heyskap á jafn snöggu landi. a-liður gaf mjög úr sér vaxið og slæmt
hey, en það varð dálítill eftirvöxtur, sem ekki var sleginn. Nokkuð líkt
má segja um b-lið. Heyið frá báðum sláttum var úr sér vaxið gras. í c-lið
var grasið helzt til úr sér vaxið í fyrri slætti, en ágætt í síðari slætti, en of
lítið vaxið. Grasið í d-lið var úr sér vaxið í seinni slætti. Jafnasta uppskeru
hefur e-liður gefið, og ekki úr sér vaxið gras. Fimmskipting N í h-lið hefur
gefið heldur meira hey en tvískipting áburðarins í g, en þó verður mun-
urinn lítill. Heyið frá öllum tilraunaliðum var hraðþurrkað og verður
notað í fóðurtilraunir nú í vetur. Er því ekki hægt á þessu stigi að fullyrða
neitt um gæði þess heys, er komið hefur frá hverjum sláttutíma. Þrír
sláttutímar (e-liður) virðast nægja til þess að fá jafna og góða uppskeru.
Ef slá á oftar, verður að gefa talsvert meiri áburð miðað við vélaslátt og
aðra vélavinnu.
3. Tilraunir með skjólsáð.
Tilraun með skjólsáð, nr. 11 1951.
Vorið 1951 var sáð í tvær tilraunir með skjólsáð til túnræktar á móa-
jörð. Reitastærð var 33 m2 og samreitir 5. Forrækt hafrar til þroskunar.
Áburður sáðárið var 40 smál. haugur niðurplægður -(- 100 kg 60% kalí
og 300 kg Súp. 20%. Allt miðað við ha. Sáð var 2. júní eftirgreindum fræ-
blöndum, 35 kg á ha af hvorri blöndu, í tilraun I með lágvaxinn gróður
og tilraun II með hávaxinn gróður.
Fræblanda I:
30% túnvingull,
30% vallarsveifgras,
15% hvítsmári,
15% rauðsmári.
10% língresi,
Fræblanda II:
35% vallarfoxgras,
10% axhnoðapuntur,
15% hávingull,
10% rýgresi,
15% hvítsmári,
15% rauðsmári.
Tilhögun skjólsáðsins var þannig:
a. Ekkert skjólsáð
b. 200 kg Flöjabygg á ha til þroskunar
c. 200 — Sv. Samehafrar til þroskunar
5*