Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Blaðsíða 70
68
d. 100 — Sv. Samehafrar, sl. 13. ág., grænt
e. 200 — Sv. Samehafrar, sl. 13. ág., grænt
Árangurinn af tilrauninni 1951 var af ha fyrir báðar tilraunir eins og
hér greinir:
F.E. af ha
a. 2771 kg þurrt gras og arfi af ha................ 1386
b. 1530 — bygg, 2770 kg hálmur af ha............... 2223
c. 1600 — hafrakorn, 3000 kg hálmur af ha....... 2083
d. 5033 — þurrt hafragras af ha.................... 2288
e. 5706 — þurrt hafragras af ha.................... 2600
Liður c er áætlaður, því að uppskeran misfórst, en er metin eftir því
sem byggið gaf. I fóðureiningu er lagt 2 kg hey, 1 kg bygg, 4 kg hálmur,
1.2 kg hafrakorn, 2.2 kg grænir hafrar.
Vorið 1952 voru allir reitir vel grónir, og var þá borið á ha 100 kg kalí,
150 kg þrífosfat og 300 kg kalkammonsaltpétur. Hefur þetta áburðarmagn
verið notað öll þrjú grasár tilraunarinnar. Tilraunin hefur aðeins verið
slegin einu sinni árlega, og eru því allar uppskerutölur hvert ár frá 1. sl.
Smári, sem var í fræblöndunum báðum, dó að mestu út, svo að uppskeran
er eingöngu hey af þeim grastegundum, er ríkjandi voru í hvorri blöndu.
Eftirfarandi yfirlit um þriggja ára heyuppskeru bendir til þess, að
mismunandi skjólsáð gefi ekki lakari tún en þar sem ekkert skjólsáð er
notað. Talsverður ávinningur er af skjólsáði sáðár grasfræsins.
Fer hér á eftir árangur um uppskeru 1951—1954.
Hávaxinn gróður (uppskera hey hkg af ha).
Án skjól- Byggskjóls. Hafraskjóls. lOOkghafrar 200kghafrar
Ár sáðs þroskað þroskað grænir grænir Slegið
1952 .... .. 43.5 41.5 45.5 55.0 44.8 30/7
1953 .... .. 93.8 100.3 101.0 98.0 100.0 25/7
1954 .... .. 64.5 67.0 74.9 73.9 70.4 26/7
Meðaltal .. .. 67.3 69.6 73.8 75.6 71.7
Hlutöll ... .. 100 103 110 112 107
Lágvax i inn gróður (uppskera hey hkg af ha).
Án skjól- Byggskjóls. Hafraskjóls. lOOkghafrar 200kghafrar
Ár sáðs þroskað þroskað grænir grænir Slegið
1952 .... .. 41.0 47.5 45.8 47.0 42.0 30/7
1953 ... . . . 80.8 86.6 85.1 81.7 85.3 25/7
1954 .... .. 45.5 54.3 48.4 49.7 53.2 26/7
Meðaltal .. .. 55.8 62.8 59.8 59.5 60.2
Hlutföll . . . .. 100 113 107 107 108