Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Page 71
69
Ár Hávaxinn gróður: Lágvaxinn gróður:
1952 ...... Vallarfoxgras Túnvingull
1953 ...... Hávingull og axhnoðap. Vallarsveifgras og lingresi
4. Tilraunir með grasfræblöndur.
Vorið 1952 var sáð 7 grasfræblöndum í eftirfarandi tilraun. Sáningin
varð ekki vel jöfn, en þó held ég, að árangur sá, er kemur fram í uppskeru-
tölum þessi 2 ár, segi nokkuð ákveðið hverjum grastegundum fylgir mest
uppskera. Þar sem haft er mest af vallarfoxgrasi verður uppskeran mest.
Þar sem túnvingull, sveifgrös og aðrar seinvaxnari tegundir eru ríkjandi
jurtir, verður heymagn af ha minna. Háliðagras það, sem notað var í til-
raunirnar, var mjög lélegt og er ekki ríkjandi jurt, þótt 6/10 hlutar fræ-
magnsins hafi verið af því í blöndunni. Hvítsmári sá, sem notaður var í
blöndu 4 og 7, dó að mestu út, þótt liann væri talsvert vel frammi sáðár
fræsins. Eru því uppskerutölurnar eingöngu af þeim grastegundum, sem
sáð var í hverja blöndu. Virðist þessi athugun leiða í ljós, að vallarfoxgras
og háliðagras, ef ríkjandi eru, gefi meira hey við jöfn skilyrði, en gras smá-
gerðari tegunda, og hafa fyrri fræblöndunartilraunir einmitt hnigið að
þessu.
Sáð var án skjólsáðs 6. júní 1952 á móajörð. Forrækt bygg. Útsæðis-
magn 35 kg af fræblöndu á ha.
Tilraun með grasfrablönclur, nr. 14 1953.
Háliða- Vallar- Há- Tún- Valiar- Lín- Axhn.- Rý Hvít-
gras foxgr. vingull vingull sveifgr. sveifgr. puntur gresi smári
Nr. % % % % % % % % %
1 . ... 35 30 35 . . .. . .
2 . ... 60 20 20 . . . ,
3 . 30 20 20 15 15
4 . 24 16 16 12 12 20
5 . ... 35 30 15 15 5 . . .. . .
6 . 30 35 25 . . 10
7 . 24 28 20 . . 8 20
Árlegur áburður á ha var: 60 kg K, 90 kg P og 70 kg N. Reitastærð
33 m2. Samreitir 4.
Tilraunin var slegin 14. júlí og 26. sept. 1953, en 5. júlí og 14. sept.
1954.