Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Page 73
71
Túnvingull: Allir fimm túnvingulsstofnamir gefa svipaða uppskeru,
og ekkert bendir enn á, hver verður raunverulega beztur. Allir reitirnir
allvel grónir, en nokkur arfi var í fyrri slætti, er truflar réttan samanburð.
Randagras: Þeir fimm randagrasstofnar, sem reyndir hafa verið, em
meira og minna óþolnir. Þéttgrónir reitir um haustið, en mjög gisnir í
vor og talsverður arfi í fyrri slætti, er truflar mjög réttan samanburð.
Annars er randagrasið fremur ólystugt gras, og þess tæplega að vænta, að
það eigi framtíð í íslenzkri túnrækt.
Hvitsmári: Af fimm stofnum hvítsmára virðast dönsku stofnarnir vera
þolnastir.
Þá var sáð níu grastegundum, sem voru frá S. í. S. og fræ það, sem
notað var í fræblöndu vorið 1953. Allar tegundirnar níu þoldu veturinn
vel, en skriðlíngresi og hálíngresi virtist dautt að mestu og aðrar grasteg-
undir komnar í staðinn. Er tilgangslítið að flytja língresisfræ inn í landið,
ef það er ekki betra en þetta hefur reynzt.
Tilraunir með grastegundir og stofna, nr. 21 1953.
a. Samanburður á fimm stofnum af vallarfoxgrasi.
Sáð 21. júní 1953 á mýrarjörð, forræktaða.
S t o f n a r : Hey hkg/ha
1. S-48, Aberystwyth, England............... 109.8
2. S-50, Aberystwyth, England............... 104.3
3. S-51, Aberystwyth, England............... 117.3
4. Oscar H. Will, U.S.A..................... 120.8
5. Botnia Timothe ........................ 125.3
Nr. 1 er nokkuð stórgert. Nr. 2 og 3 smágert og fremur lágvaxið. Nr. 4
og 5 nokkuð stórgert gras. — Allir reitir vel grónir.
b. Samanburður á fjórum hávingulsstofnum.
Sáð 35 kg á ha 21. júní 1953 á mýrarjörð, forræktaða í 3 ár.
Stofnar: Hey hkg/ha
1. Ötofte I, Danmark .................... 135.0
2. S-215, Aberystwyth, England........... 138.2
3. S-53, Aberystwyth, England............ 133.4
4. Oscar H. Will, N.-Dakota, U.S.A....... 137.8
Allir reitir vel grónir og enginn teljandi munur sást á útliti stofnanna.
Puntsetning svipuð og fremur strjál, en mikill blaðvöxtur.