Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Side 88

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.10.1955, Side 88
86 Júlí var í kaldara lagi, en heyskapartíð var hagstæð. Gras spratt hægt, sem mun m. a. hafa stafað af því, hvað jörð var orðin þurr, því úrkoma var lítil, þó nokkrum sinnum gerði skúri. Þann 29. og 30. var norðvestan illskuveður og var grátt í heiðar að morgni þess 30. Ágúst. Fyrri hluti ágúst var kaldur, þokusamur og með súld og skúr- um. Þann 14,—21 gengu hitar og stillur, og var sú bezta heyskapartíð sem fáanleg er, suðvestanátt og hitar nótt og dag. Þann 22. gekk til norðaustan- áttar, kólnaði og var oft súld, en þó þurrkflæsur öðru hvoru. Mikil frost- héla að morgni höfuðdags, 29. ág., og féll mjög kartöflugras í flestum görðum, en sá lítið á því í halla og á hæðum. Ágúst var í góðu meðallagi til heyskapar vegna hinnar ágætu viku frá 14.—21. September byrjaði með miklu úrfelli og kulda. Hinn 3. gerði mikinn snjó á heiðarnar og gránaði niður undir bæi. Snjódýpi á Fljótsdalsheiði var 30—40 cm, og stóð fé víða og gat sig naumast hreyft. Þurrkleysur voru fram til 10. Þurrkflæsur voru um miðjan mánuðinn, og náðust þá öll hey hér í nágrenni. Síðustu viku mánaðarins voru samfelld frost, daga og nætur. Lægst fór frostið í rúmlega 6°. Kartöflur voru víða óuppteknar að einhverju leyti og mátti heita, að þær gjöreyðilegðust. Var þó víða tekið upp eftir að aftur var orðið þítt, en þótt kartöflurnar sýndust ó- skemmdar við upptöku, reyndist mest ónýtt, er frá leið. Berjaþroskun á þessu sumri var mjög léleg, einkum á bláberjum. September var mjög slæmur, fram úr hófi kaldur og sólarlaus. Október var fremur góður, úrkomulítill, veður stillt en óvenju kalt. Frostakafli um miðjan mánuðinn tók alveg fyrir jarðvinnslu, en í mán- aðarlokin þiðnaði, og fór klaki þá að mestu úr jörð. Nóvember mátti heita mildur og snjólaus. í byrjun mánaðarins gerði þó norðvestankuldaáhlaup og snjóaði dálítið, og var féð tekið á hús. En þann 6. þiðnaði aftur, og var lengst af þítt það sem eftir var mánaðarins, einkum síðari hlutann. Fullorðnu fé var aftur sleppt víðast. Miklar rign- ingar voru síðari hlutann, einkum frá 20.—26. Klaki var allur úr jörð, og blotnaði hún mjög og vegir urðu þungfærir. Desember. Fjórir fyrstu dagar desember voru þíðir og ágæt veður, en snarpur frostakafli frá 5. til 11., og varð víða mjög svellað á jörð, þar sem hún var mjög blaut fyrir. Frost varð mest aðfaranótt 9., eða rúm 13°. Aftur þíðviðri og talsverð rigning öðru hvoru fram undir 20., en úr því lengst af frost og nokkurt snjóföl til áramóta. Desemberveðráttan var fremur óstöðug en sæmilega góð. í heildinni verður árferði 1954 að teljast gott.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.